Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 35
Nú talaðir þú um, í áðurnefndum fyrirlestri,
að á tímum aukinnar hnattvæðingar hefði
ákvarðanataka erlendis sífelld meiri áhrif á
mál sem annars hafa verið afgreidd
innanlands. Er staða EES-samningsins í
samræmi við þessa fullyrðingu þína, þ.e. er
hann að veikjast?
Það er alveg Ijóst að við höfum minni og minni
áhrif á það sem gerist innan Evrópusambandsins.
EES samningurinn tryggði okkur nokkur áhrif á
eigin mál, en ég er þeirrar skoðunar að þau fari
minnkandi. Ákvarðanir sem eru teknar innan
Evrópusambandsins varða okkur miklu. í sumum
tilvikum höfum við lítil sem engin áhrif á þá
ákvarðanatöku. Þetta eru staðreyndir sem við
þurfum að horfast í augu við. Við getum sætt
okkur við þetta ástand, en við þurfum jafnframt að
íhuga það hvort að ekki sé ástæða til að leita
inngöngu í þetta bandalag. Að mínu mati liggur
þar engin ósköp á. Ef við viljum hafa meiri áhrif á
gang og breytingu mála, þá tel ég að geti fyrst og
fremst gerst með aðild.
Þú talaðir um það að ísland hefði mælt gegn
því að tvær varnarstoðir mynduðust í Evrópu,
annars vegar í NATO og hins vegar í ESB.
Telur þú að ESB hafi burði til þess að mynda
slíka stoð, þar sem enn skortir sameiginlega
utanríkis- og öryggismálastefnu?
Ég tel að ESB hafi burði til þess. Hins vegar tel ég
það óskynsamlegt. Það væri tvíverknaður. Það
hefur verið byggt upp ágætis skipulag í
Atlantshafsbandalaginu. Evrópusambandið hefur
fullan aðgang að því. Það hefur náðst
samkomulag um það að Evrópusambandið taki t.d.
yfir friðargæsluverkefni á Balkanskaga á grundvelli
herstjórnarskipulags NATO. Ég tel að það eigi að
vera þannig áfram.
Hvernig telur þú að öryggishagsmunum
íslendinga verði best tryggðir til frambúðar?
Með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu og mjög
nánu samstarfi við Evrópusambandið. Við höfum
lagt á það áherslu að eiga innkomu í sameiginlega
varnar- og öryggisstefnu Evrópu. Ég tel það skipta
miklu máli. Við höfum aukið samstarf við
Norðurlöndin og nýiegur
varnarmálaráðherrafundur Norðurlandanna hér á
landi ber þess vitni. Þátttaka okkar í
sameiginlegum friðargæslusveitum
Norðurlandanna ber þess einnig vitni. Þátttaka
okkar í Sameinuðu Þjóðunum skiptir máli og
hugsanleg innkoma okkar í Öryggisráðið þjónar
öryggishagsmunum íslands.
Nú tekur þú við embætti forsætisráðherra
eftir rúmt ár. Hvaða verkefni telur þú brýnt
að takast á við í því embætti?
Ég tel brýnast að viðhalda samstöðu íslendinga
um okkar mikilvægustu mál. Ég tel að stöðugleiki
skipti mestu, aukinn hagvöxtur sem veiti
möguleika á að halda áfram að efla velferðarkerfi
og menntakerfi okkar. Ég tel að menntunin skipti
meira og meira máli í sambandi við okkar
framtíðarhagsmuni. Til þess að sinna því þurfum
við auknar tekjur. Við höfum lagt á það mikla
áherslu á undanförnum árum að byggja upp öflugt
og fjölbreyttara atvinnulíf en áður hefur þekkst.
Ég mun halda áfram að vinna á þessum grundvelli.
Ég boða engar byltingu en býð fram krafta mína og
reynslu. Þá verða liðin rúm þrjátíu ár síðan ég
settist á Alþingi.
Varnarsamningsmálin virðast hafa bæði verið
sinnt af utanríkis- og forsætisráðuneytunum.
Myndir þú halda þeirri verkaskiptingu áfram?
Öll mál í ríkisstjórn varða forsætisráðherra.
Forsætisráðherra kemur við allt sem gerist í
ríkisstjórn. Þegar er um vandasöm og mikilvæg
mál að ræða, þá koma þau sjálfkrafa inn á borð
forsætisráðherra. Þannig að þetta er engin ný
verkaskipting, þetta leiðir af eðli máls að oddviti
ríkistjórnarinnar þarf ávallt að koma að því sem
skiptir mestu máli.
Hvernig hefur verið stuðlað að jafnrétti kynja
innan nefnda og stofnanna
utanríkisráðuneytisins?
Það hefur fyrst og fremst verið gert með því að
ráða fleiri konur til starfa í utanríkisþjónustunni.
Við erum með afar fáar nefndir. Við höfum verið
að ráða mikið af nýju fólki og á undanförnum árum
hafa konur verið þar í meirihluta. Hér er að vaxa
upp öflug kynslóð ungs fólks í utanríkisþjónustunni
og meirihluti þessarar ungu kynslóðar eru konur.
Hvaða atburðir í störfum þínum erlendis eru
þér minnisstæðastir?
Hér fyrr á árum var aðkoma mín að hvalamálinu
mér minnistæð, þegar ég var
sjávarútvegsráðherra. Þá átti ég þess jafnframt
kost að vera viðstaddur þegar Gorbachev tók við
völdum í Sovétríkjunum, vegna þess að ég var
viðstaddur útför Chernenko. Þar voru menn eins
og Margret Thatcher, Helmut Kohl og Mitterand,
Gandhi, Olof Palme, og fleiri og fleiri. Frú Marcos
frá Filippseyjum, Yasser Arafat og Fidel Castro.
Þegar ég stóð þarna á Rauða Torginu og leit í
kringum mig, þá áttaði ég mig á því á hvað ég væri
að horfa. Þetta hefur alltaf verið mér minnisstætt.
Það er enginn af þessum einstaklingum enn við
völd nema Castro og Arafat að einhverju leyti. Það
eru að verða tuttugu ár síðan. Þannig að þessi
atburður hefur lifað lengi í huga mér, en auðvitað
eru margvíslegir samningar minnistæðir, eins og
fiskveiðisamningar, Schengen, samningar um
landhelgina við Færeyinga og Grænlendinga, og
fleira og fleira. Þetta er orðin nokkuð löng saga en
það er mér margt minnisstætt í henni.
bls.35