Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 48
trúarbragða o.s.frv. Slíku yrði ekki til að dreifa ef
um blandaðar fjölþjóðasveitir undir merkjum
alheims- eða svæðisstofnana væri að ræða. Fyrst
og fremst myndu þó slíkar „eigin" sveitir breyta í
grundvallaratriðum stöðu og styrk þessara
stofnana og gera þær myndugri til að sinna sínum
verkefnum.
Til stuðnings grundvallarkerfisbreytingum
af þessu tagi, sem vissulega eru róttækar og fela í
sér algerlega nýja nálgun, þurfa að koma
alþjóðasamningar sem taka á brotalömum
núverandi kerfis og skapa grundvöll alþjóðlegrar
öryggisgæslu af ofangreindum toga. Ber þar fyrst
að nefna alþjóðasamning um vopnaviðskipti sem
tryggir gagnsæi og fullnægjandi upplýsingagjöf og
inniheldur reglur um takmarkanir eða bönn við
vopnaviðskiptum þegar aðstæður mæla með slíku.
Einnig þarf alþjóðasamning sem felur í sér hvernig
herstöðvar ríkja á erlendri grund verði lagðar niður
og í framhaldinu bannaðar. Styrkja þarf
stríðsglæpadómstólinn og tryggja lögsögu hans
yfir þegnum allra ríkja, endurreisa sáttmála sem
hindrar vígbúnaðarkapphlaup í geimnum og fleira
mætti nefna. Slík framtíðarmynd kann að virðast
draumórakennd eða óraunsæ þessi árin í Ijósi þess
t.d. hvernig samskiptum Bandaríkjanna og
annarra ríkja og heimsstofnana er háttað. En
höfum þá í huga að henni deila milljónir manna um
allan heim, fólk sem neitar að gefast upp í
baráttunni fyrir betri og friðsamlegri heimi og
almenningsálit sem sameinast í volduga hreyfingu
breytir heiminum; flytur fjöll.
Hnattræn viðfangsefni framtíðarinnar.
Ein veigamikil ástæða enn, sem gerir það
að verkum að óhjákvæmilegt er að takast á við
breytingar í öryggismálum, eru hin stóru
hnattrænu viðfangsefni á sviði umhverfis- og
félagsmála sem bíða úrlausnar. Þau gera það að
verkum að mannkynið á engan annan kost en að
breyta um stefnu. Aðeins til að tryggja vaxandi
fjölda jarðarbúa lágmarks lífsviðurværi þarf
gríðarmikið átak og aðgerðir á mörgum sviðum en
um miðbik þessarar aldar ná jarðarbúar sennilega
10 milljaðra markinu. Takast verður á við
margskonar sóun og setja neysluæði
Vesturlandabúa skorður, tryggja bætta umgengni
um auðlindir jarðarinnar og reyna að koma í veg
fyrir að mengun og breytt veðurfar af hennar
völdum geri sífellt stærri svæði hnattarins
óbyggileg. Lykilatriðið er að það verður að skipta
jarðargæðunum jafnar. Það óheillaástand að
annars vegar búi sífellt færri jarðarbúar yfir
gríðarlegri og vaxandi auðlegð og hins vegar
vaxandi fjöldi við hreina örbirgð fær ekki staðist til
lengdar. Við slíkar kringumstæður verður það
sífellt erfiðara og mun aldrei takast að koma á friði
og stöðugleika í heiminum. Ástandið lýsir sér best
í því að eitt mesta heilsufarsvandamál víða í
vestrænum ríkum er offita á sama tíma og allt að
800 -1000 milljónir manna ganga um vannærð á
degi hverjum á fátækustu svæðum hnattarins. Það
er fyrst þegar þessi mál eru komin upp á borðið og
til umræðu sem við færumst nær því að ræða það
sem raunverulega skiptir máli. Hvernig tökumst
við á við fátækt og misskiptingu, fáfræði, kúgun og
mannréttindabrot og annað það sem býr til
jarðveg ofstækis, ofbeldis og hryðjuverka? Hvernig
ætla 10,000,000,000 manna, tíu þúsund milljónir,
að deila kjörum hér á jörðinni áður en öld er liðin?
Allir hugsandi menn hljóta að viðurkenna
að gagnvart slíkum risa viðfangsefnum á sviði
umhverfis- og félagsmála mega vopnin sfn einskis
og minna en það. Þvert á móti er sú gríðarlega
sóun og þær miklu auðlindir sem bundnar eru í
vígbúnaðinum einn helsti þröskuldur þess að varið
sé nægjanlegu fé til að jafna og bæta lífskjör á
jörðinni,auka þróunarsamvinnu, bæta menntun og
fleira í þeim dúr sem aftur er svo forsenda
framþróunar, friðar og stöðugleika f heilum
heimshlutum. Hernaðarhyggjan og sóun
vígbúnaðarbrjálæðisins í heiminum er því bæði
hugmyndafræðilegur og efnahagslegur þröskuldur
í vegi þess að mannkynið komist út úr
margvíslegum ógöngum líðandi stundar og á rétta
braut.
Allt ber því að sama brunni, breytinga er
ekki aðeins þörf, þær eru bókstaflega
lífsnauðsynlegar. ísland á að leggja þar sitt lóð á
réttar vogarskálar. Það er okkar siðferðilega skylda
og breytir engu í því sambandi hvort lóðið er stórt
eða smátt sem við ráðum yfir.
bls.48