Íslenska leiðin - 01.11.2003, Page 63
gefast. Þegar hefur tekist gott
samstarf við embætti umboðsmanns
Alþingis, Ríkisendurskoðun,
stjórnendur og sérfræðinga innan
fjármála-, utanríkis- og
forsætisráðuneyti, við Samband
íslenskra sveitarfélaga, Félag
forstöðumanna í ríkisrekstri, Norræna
stjórnsýslusambandið, auk all margra
opinberra stofnana og erlendra
sendiráða.
Margrét telur afar mikilvægt
að fram komi að baki stjórnar
stofnunarinnar og forstöðumanns sé
fræðslu- og ráðgjafaráð. Það sé til
ráðuneytis um almennar áherslur í
starfi, en einkum þó þróun fræðslu og
ráðstefnuhalds fyrir opinbera
starfsmenn, stjórnmálamenn og aðra
hópa. Ráðið er umsjónarmanni
meistaranáms í stjórnsýslufræðum
innan handar, sérstaklega hvað
varðar hagnýta hluta námsins.
Aðspurð um hverjir sitji í stjórn
stofnunarinnar sagði Margrét að í
henni sitji þau Gunnar Helgi
Kristinsson prófessor í
stjórnmálafræði sem er formaður,
Baldur Þórhallsson dósent í
stjórnmálafræði, Helga Jónsdóttir lögfræðingur og
borgarritari Reykjavíkurborgar, Magnús Pétursson
hagfræðingur og forstjóri Landspítala-
háskólasjúkrahúss, Olafur Þ. Harðarson prófessor í
stjórnmálafræði og Páll S. Hreinsson prófessor í
lögum.
Áherslur í starfi stofnunarinnar
Aðspurð um áherslur í starfi stofnunarinnar sagði
Margrét að meginmarkmið hennar sé að efla kennslu
og rannsóknir í stjórnun opinberra stofnana, bæði
ríkis og sveitarfélaga. Stofnuninni sé ennfremur
ætlað að vera vettvangur umræðna um stjórnmál,
stefnumörkun og stjórnun í opinberum rekstri.
Margrét segir stofnunina leitast við að ná markmiðum
sínum með því að í fyrsta lagi með því að efla
framhaldsnám, hagnýt námskeið og rannsóknir á
sviði stjórnsýslu og stjórnmálafræða. í öðru lagi með
því að efla tengsl fræðasamfélagsins í Háskóla
íslands við forystumenn í þjóðlífi, stjórnmálamenn,
embættismenn, forystumenn atvinnulífs og
hagsmunasamtaka. Við erum ekki aðeins að bjóða
upp á nám í stjórnmálafræðum og MPA nám, heldur
er um leið verið að skapa samfélag nemenda og
þeirra sem eru að vinna í opinberri stjórnsýslu, eru að
rannsaka hana eða hafa áhuga á málefnum hennar
og þeirra sem eru í stjórnmálum. Við gerum þetta
með því að standa fyrir opinberum fyrirlestrum,
málþingum, ráðstefnum og námskeiðahaldi á sviði
stjórnmála, stjórnsýslu, opinberrar stjórnunar og
stefnumörkunar. Loks stefnum við að því að gefa út
og kynna niðurstöður rannsókna á verksviði
stofnunarinnar, m.a. með útgáfu veftímarits og
ritraðar um stjórnsýslu og stjórnmálafræði.
Helstu verkefni fyrsta árið
Er Margrét var innt að því hver helstu verkefni
stofnunarinnar hafi verið á fyrsta árið nefndi hún
fimm svið:
Endurskoðað og stóreflt MPA nám
(Master of Public Administration)
Þetta var lang umfangsmesta verkefnið og jafnframt
það þýðingarmesta. S.l. vetur var skipulagi MPA
náms stjórnmálafræðiskorar breytt með endurskoðun
og fjölgun námskeiða og með gerð samninga við
erlenda skóla og stofnanir um nemendaskipti. Þannig
er MPA námið sem byrjaði nú í september að mörgu
leyti nýtt nám. Við endurskoðunina var haft samráð
við fjölda einstaklinga í ráðuneytum, stofnunum og
hjá Reykjavíkurborg. Mikið kynningarstarf fór fram og
árangurinn mikill því ríflega eitt hundrað manns hófu
námið nú í september, mjög margir í hlutanámi með
starfi og um tíu í fjarnámi. Er námið skipulagt með
þarfir þessara nemendahópa í huga. Segir hún námið
henta fólki sem hefur lokið fyrstu gráðu í ólíkum
háskólagreinum. „Miðað er við að nemendur Ijúki
náminu á einu og hálfu til tveimur árum, þótt sá tími
geti verið styttri eða lengri eftir atvikum. Hægt er að
taka s.n. Diplómanám í opinberri stjórnsýslu, en það
er 15 eininga nám sem samanstendur af
námskeiðum MPA námsins og geta nemendur fengið
það síðar að fullu metið inní MPA námið. Með þessu
námi er verið að búa fólk undir mjög fjölþætt störf,
ekki einungis hjá ríki og sveitarfélögum heldur einnig
hjá félagasamtökum, ráðgjafafyrirtækjum og
sjálfseignarstofnunum sem sinna verkefnum fyrir hið
opinbera," segir Margrét. „Þetta er einnig góður
undirbúningur fyrir störf hjá eftirlitsstofnunum hins
opinbera, sem hafa eflst á síðustu árum, eins og
ríkisendurskoðun, umboðsmanni Alþingis og
Samkeppnisstofnun. Þá má ekki gleyma
alþjóðastofnunum og fjölmiðlum sem í vaxandi mæli
fást við starfsemi sem tengist hinu opinbera." Hún
segir ennfremur að mesti vöxturinn í starfsemi
bls.63