Íslenska leiðin - 01.11.2003, Side 64

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Side 64
íslenskra ráðgjafafyrirtækja sé í þjónustu við opinberar stofnanir og bendir loks á að þriðjungur vinnandi fólks á íslandi starfar hjá opinberum aðilum og það er talið að 41% af landsframleiðslunni fari til opinberrar starfsemi af einhverju tagi. Vettvangur dagsins- Forum Politicae- samstarf við nemendur í stjórnmálafræði Eitt af verkefnum stofnunarinnar er samstarf við nemendur í stjórnmálafræði. „Við höfum unnið með þeim að kynningum á náminu í framhaldsskólum, að stofnun Hollvinafélags stjórnmálafræðiskorar og okkur langar eins og áður sagði til að samfélag þar sem nemendur, kennarar og almenningur geta átt upplýstar samræður við fræðimenn, þjóðmálaleiðtoga og stjórnmálamenn. Þannig var búinn til umræðuvettvangur sem stofnsettur var af félagi nemenda í stjórnmálafræðum Politica í samstarfi við stofnunina. Þar gefst nemendum í stjórnmálafræði tækifæri til ræða við óformlegar aðstæður við forystufólk í íslenskum þjóðmálum. Þegar hafa verið haldnir fundir með Ólafi Ragnari Grímssyni, Halldóri Ásgrímssyni, Steingrími J. Sigfússyni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Guðjón A. Kristjánsson. Og þegar þetta viðtal er tekið er verið að undirbúa umræðufund um eignarhald á fjölmiðlum og samkeppnisstöðu þeirra í Ijósi mikilla umbrota á þeim markaði. Tæplega þrjátíu minni málþing og opnir fyrirlestrar á árinu Eitt af verkefnum stofnunarinnar er að standa fyrir opnum fundum og málþingum eða málstofum um stjórnmál og stjórnsýslu. Fyrirlesarar eru innlendir og erlendir fræðimenn, stjórnmálamenn og stjórnendur í opinberum rekstri. Frá áramótum hafa verið haldnir eftirtaldir opnir fyrirlestrar eða málþing: Áhrif umbóta í ríkisrekstri 1991-2000; Bandaríkin og hugsanleg árás á írak; Evrópuvæðing stjórnsýslunnar, áhrif Evrópusamvinnunnar á stjórnsýslu Norðurlanda; Reynsla Svía af aðild að Evrópusambandinu, framtíð sambandsins og hlutverk Norrænu ríkjana innan þess; Atlantshafsbandalagið á mörkum gamallar Evrópu og nýrrar; Þjóðernishyggja, sambandsríkjastefna og Evrópusambandið; Sambúð kynþátta og fólks af ólíku þjóðerni í Bandaríkjum 21 aldar; Sjálfs-ritskoðun og réttarvernd fjölmiðla; Hverju breytir stækkun Evrópusambandsins? Framtíð Evrópusamvinnunar, staða EES og íslands; Leiðtogar, lýðræði og stjórnmálaþátttaka. Eru stjórnmál að verða áhorfendaíþrótt?; "Globalisation, poverty and inequality: does the liberal argument that globalisation causes falls in poverty and inequality hold?"; Staða og hlutverk Sameinuðu þjóðanna í kjölfar írak stríðsins; Samspil valds og alþjóðaréttar. Sameinuðu þjóðirnar og hin "nýja heimsskipan"; "Feministic Governance, the Swedish Example"; Alþjóðaviðskiptastofnunin WTO, ráðherrafundurinn 10.-14. september og áhrif Doha lotunnar á þróun milliríkjaviðskipti og þar með á atvinnugreinar aðildarlanda, einkum landbúnað, iðnað og sjávarútveg; Hvernig er hægt að láta árangursstjórnun virka? Hvernig næst betri árangur í opinberum stofnunun?; Áhrif alþjóðavæðingar á þróunarmynstur í hagvexti í heiminum; Evrópusamruninn og ísland; Málþing um umbætur á opinberri stjórnsýslu í upphafi 21. aldar -ný svið, nýjar aðferðir, lært af reynslunni; Einkarekstur í heilbrigðis- og menntamálum. Hvernig virka markaðslögmál á þeim sviðum?; Hin nýja utanríkisstefna Bandaríkjanna og alþjóðalög um mannréttindi. Framundan í síðari hluta nóvember eru opinn fundur um Alþingi og framkvæmdavaldið, málþing um samkeppnislög og opinberan rekstur, um þróun rafræns lýðræðis og breytingar á rekstrarformi í heilbrigðiskerfi Bretlands s.l. ár. Ennfremur hefur stofnunin átt samstarf við þróunarsvið Reykjavíkurborgar um nokkra fundi á undir yfirskriftinni Borgin í býtið, fundir um samfélagsmál. Hefur stofnunin átt aðild að fundum um klámvæðingu, þróun velferðarkerfisins og íbúalýðræði í Reykjavíkurborg. Endurmenntunarnámskeið í samstarfi við Endurmenntun H.í. ofl. Á árinu voru að sögn Margrétar skipulögð mörg áhugaverð námskeið í samráði við fjölda aðila. Nefna má: Samhæft árangursmat í opinberum rekstri; Arður og árangur-aðgerðir sem skila árangri í jafnréttisstarfi stofnana og fyrirtækja; Að innleiða og ná árangri í stjórnun verkefna (project management)- í opinberum sem og einkafyrirtækjum; Stjórnsýslan: Réttarreglur og málsmeðferð; Framkvæmdaleyfi; Andmælaregla stjórnsýslulaga: Helstu dómar og álit umboðsmanns Alþingis, Forystuhlutverk stjórnenda í opinberum rekstri; Stjórnsýsluréttur og sveitarfélög; Ný lög um rafræna stjórnsýslu, auk námskeiðs um innleiðingu verkefnastjórnunar í stofnanir og fyrirtæki. Áætlað er að um 300 manns sæki þessi námskeið á árinu. Útgáfa veftímarits og kennslubókar, rannsóknir Ennfremur segir Margrét að unnið sé að undirbúningi kennslu- og uppsláttarrits um helstu lög og reglugerðir sem lúta að sveitastjórnarstiginu. Ritstjóri sé Páll Hreinsson prófessor og stjórnarmaður stofnunarinnar. Þá sé í undirbúningi veftímarit með fræðilegum greinum um stjórnmálafræði og stjórnsýslufræði. Tímaritið verður gefið út í samstarfi við Félag Stjórnmálafræðinga. Að lokum: Hvaða þýðingu hefur slík stofnun fyrir íslenskt samfélag? „Það er Ijóst að opinberi geirinn mun ekki minnka á komandi árum, en hann mun breytast. Það er von okkar sem að þessu stöndum að efling náms, rannsókna og umræðna um opinbera stjórnun, stjórnsýslu og stefnumótun búi okkur undir þessa breytingatíma og leiði til bættra stjórnar- og stjórnunarhátta. Nemendur okkar í opinberri stjórnsýslu eru mjög öflugur hópur sem við væntum mikils af. Aðilar utan Háskólans hafa tekið samstarfi við okkur afar vel og augljóst er af því sem á undangreinir að verkefni eru næg og áhugi mikill. Hvort okkur tekst að skila raunverulegum árangri verður reynslan að skera úr um. En við gerum sannarlega okkar besta" bls.64

x

Íslenska leiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.