Íslenska leiðin - 01.11.2003, Side 65

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Side 65
Rannsóknarsetur um smáríki Stofnun Rannsóknaseturs um smáríki hefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð bæði hérlendis og erlendis. Undirbúningur að stofnun þess hófst í september 2001 að frumkvæði Baldur Þórhallssonar dósents í stjórnmálafræði. Hefur setrið hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar . Hugmyndin hlaut m.a. verðlaun í hugmyndasamkeppninni „Upp úr skúffunum" sem Rannsóknaþjónusta HÍ og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins standa fyrir. Þá hafa styrkir einnig verið veittir af NORFA, Eystrasaltsráðinu og Impru. Auk þess hefur Rannsóknasetrið fengið styrk frá ERASMUS til þess að halda sumarskóla á íslandi og þróa námsefni á vefnum. Formleg opnunarhátíð setursins var haldin 3. júlí síðastliðinn við fjölmenna athöfn í Hátíðarsal Háskóla íslands. Ávarp fluttu hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands; dr. Peter Katzenstein prófessor við Cornell háskólann í Bandaríkjunum en Katzenstein er einn virtasti og þekktasti fræðimaður í smáríkjarannsóknum í heiminum; hr Lennart Meri fyrrverandi forseti Eistlands og hr. Tuiloma Neroni Slade fyrrverandi formaður Sambands smárra eyríkja (AOSIS) í Sameinuðu þjóðunum. en Slade er nýráðinn sem dómari við Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag. Þá kynnti dr. Baldur Þórhallsson, formaður stjórnar Rannsóknaseturs um smáríki, starfsemi setursins. Stjórn og megin markmið Setrið starfar innan Alþjóðamálastofnunar Háskóla íslands og fer sameiginleg stjórn með málefni þeirra. Meginmarkmið setursins er að auka rannsóknir og fræðslu í smáríkjafræðum (small state studies). Utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins taka þátt í starfi stofnunarinnar og eiga einn fulltrúa hvert í stjórn. Þá sitja fjórir erlendir fræðimenn í stjórn þess en þeir koma frá Bretlandi, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum, ásamt fjórum fræðimönnum við Háskóla íslands. í janúar síðastliðnum var Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, stjórnsýslufræðingur, ráðin sem forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla íslands og Rannsóknaseturs um smáríki. Er forstöðumaður ábyrgur fyrir daglegum rekstri setursins. Með áherslunni á aukna fræðslu er m.a. hvatt til stúdenta- og kennaraskipta milli háskóla. Nefna má að komið hefur verið á samstarfi í Norðurlandafræðum við háskólana í Seattle, Lundi og Bergen. Setrið hvetur einnig til samvinnu fræðimanna, fulltrúa opinbera geirans og einkageirans og hefur m.a. í þeim tilgangi tekið að sér gerð þjónustuverkefna. Hefur einu slíku verkefni fyrir hagsmunasamtök þegar verið lokið af fræðimönnum setursins. Sumarskóli Fyrsta námskeið sumarskóla Rannsóknaseturs um smáríki var haldið í sumar frá 29. júní til 12.. júlí, þar sem áhersla var lögð á að ræða stöðu smárra ríkja í Evrópusamrunanum. Tæplega þrjátíu nemendur sóttu skólann og komu þeir frá Bretlandi, Eistlandi, Hollandi, Möltu, Noregi, Slóveniu, Svíþjóð og íslandi. Sjö erlendir fræðimenn á sviði hagfræða, félagsfræða, sagnfræða og stjórnmálafræða, miðluðu þverfaglegri þekkingu til nemenda. Jafnt kennarar og nemendur lýstu yfir ánægju sinni með hvernig til tókst með sumarskólann. I kennslumati sem gert var að loknu námskeiði komu fram uppörvandi ummæli frá nemendum og nýtilegar ábendingar við framtíðarskipulagningu skólans. Voru allir fyrirlestrar námskeiðsins teknir upp á myndband og mun efni þess vera notað við þróun námsefnis á vefnum. Mun setrið njóta áframhaldandi styrkja úr Erasmus áætlun ESB fyrir sumarskóla næsta árs. Af öðrum verkefnum Þó opnunarhátíð setursins og undirbúningur og rekstur sumarskólans hafi borið hæst á fyrsta starfsári setursins hefur öðrum verkefnum jafnframt verið lokið og enn önnur eru í deiglunni. Minnst hefur verið á að vinnu við þjónustuverkefni hefur verið lokið. Eins hafa verið haldnar málstofur á vegum setursins hér á landi og það komið að ráðstefnum erlendis. Peter Katzenstein, frumkvöðull I smáríkjafræðum I desember nk. mun setrið koma að tveimur pallborðsumræðum í tengslum við ráðstefnu British International Studies Association (BISA).Yfirskrift ráðstefnunnar er „Small States and the International System" Vinnuhópur á vegum setursins undirbýr ráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík í september 2004. Annar hópur vinnur að útgáfu ritraða um sérstöðu smáríkja í alþjóðakerfinu sem væntanlegar eru fyrir lok þessa árs. Þá er útgáfa safnbókar um fræðilegar kenningar í smáríkjafræðum væntanleg á næsta ári. Nánari upplýsingar um starfsemi setursins er á vef þess: www.hi.is/~smallst. bls.65

x

Íslenska leiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.