Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 22
Orð og tunga 25 (2023), 13–41, https://doi.org/10.33112/ordogtunga.25.3
© höfundar cc by-nc-sa 4.0.
Ásta Svavarsdóttir
Að blóta á íslensku
1 Inngangur
Blót og blótsyrði í ýmsum málum hafa notið vaxandi athygli fræði
manna á undanförnum árum og áratugum.1 Fjallað hefur verið um
þau frá ýmsum hliðum, einkum frá sálfræði og taugafræðilegu, mál
félagslegu og málnotkunarlegu (pragmatísku) sjónarhorni. Sjónum
hefur t.d. verið beint að viðhorfum til blóts og blótsyrða í samfélaginu,
að viðbrögðum fólks við blóti annarra og að notkun blótsyrða og
hlutverki blóts í tjáskiptum (sjá t.d. Jay og Janschewitz 2008, Menuta
og Fjeld 2016, Finkelstein 2018, Stapleton 2010, 2020, Stapleton o.fl.
2022). Einnig hafa fræðimenn skoðað málfræðileg einkenni blótsyrða
og borið saman eðli þeirra og einkenni í ólíkum tungumálum, þar
á meðal í Norðurlandamálunum (sjá t.d. Menuta og Fjeld 2016,
Hoeksema 2018, Fjeld o.fl. 2019, Coats 2021). Blótsyrði eru sótt til
ákveðinna merkingarsviða og algengt er að þau tengist trú og trúarlífi,
kynlífi og kynfærum, líkamsstarfsemi (einkum úrgangsefnum
líkam ans) og sjúkdómum eða fötlun. Það er mismunandi eftir mál
sam félögum og menningarsvæðum hvers eðlis blótsyrðin eru og
Hoeksema (2018:161) bendir t.d. á hvað þrjú germönsk mál í Norður
Evrópu ‒ hollenska, þýska og sænska – eru ólík að þessu leyti.
1 Þessi grein er byggð á fyrirlestri á málþinginu „Swearing and society/Blótsyrði
og samfélag“ sem haldið var í Reykjavík 2.‒3. desember 2021. Málþingið var
það sjöunda í röðinni á vegum alþjóðlegs hóps fræðimanna (SwiSca) og er tilvist
hans til marks um áhuga á þessu rannsóknarsviði. Ég þakka þátttakendunum
á málþinginu og Helgu Hilmisdóttur sérstaklega fyrir góðar athugasemdir við
erindið. Ritrýnum og ritstjórum er líka þakkað fyrir gagnlegar ábendingar.
tunga25.indb 13 08.06.2023 15:47:14