Orð og tunga - 2023, Side 23
14 Orð og tunga
Erfitt hefur reynst að skilgreina blót og blótsyrði (e. swearing/
swear word; d. banden/bandeord) nákvæmlega og afmarka þau skýrt frá
annarri tilfinningahlaðinni málnotkun eins og t.d. skammaryrðum
og dónaskap. Anderson og Trudgill (1990:53) tiltaka þrjú atriði sem
einkenni blót: að orðið eða orðasambandið vísi til einhvers sem er
bannað eða brennimerkt („taboo and/or stigmatized“) í mál sam félag
inu; að það skuli ekki túlkað bókstaflega; og að það megi nota til að tjá
sterkar tilfinningar eða viðhorf. Benda má á að bann eða brennimerk
ing orða og orðfæris er bæði háð tíma og tíðar anda og viðhorfin geta
auk þess verið breytileg milli hópa innan mál samfélagsins. Þá má ætla
að notkun orðanna í bókstaflegri merkingu á hverjum tíma geti haft
áhrif á afstöðu fólks til þeirra sem blótsyrða. Í íslensku nútímamáli er
helvíti t.d. mun sjaldnar notað sem tilvísun til vistarveru fordæmdra
en sem blótsyrði og hin eiginlega merking hefur væntanlega ekki
sama trúarlega þunga í huga flestra málnotenda og áður var. Eigi
að síður er orðið í fullu gildi sem blótsyrði. Allan (2018:1) bendir
enda á að „what is in fact tabooed is the use of those words and
language in certain contexts; in short, the taboo applies to instances of
language behaviour“. Blótsyrði eru örlítill hluti orðaforðans í hverju
tungumáli, notkun þeirra er almennt frekar formúlukennd og blót og
blótsyrði koma fyrst og fremst fyrir í óformlegum samskiptum fólks,
sérstaklega í talmáli en einnig í persónulegum skrifum. Algengast er
að blót og blótsyrði tjái neikvæðar tilfinningar eins og reiði, pirring,
vanmáttarkennd og skömm en það er þó ekki einhlítt því stund um
er gripið til blótsyrða til að leggja áherslu á jákvæð viðhorf eins og
aðdáun, ánægju, samsömun eins og sjá má af samhengi þeirra, t.d.
djöfulsins snilld!
Þessum þætti íslenskrar málnotkunar hefur lengst af verið lítill
gaumur gefinn þótt umfjöllun um hann hafi aukist á síðari árum.
Guðmundur Finnbogason (1927) var, eftir því sem næst verður kom
ist, fyrsti fræðimaðurinn sem fjallaði um íslenskt bölv og ragn. Hann
beindi sjónum sínum einkum að blótsyrðunum sjálfum, uppruna
þeirra og sögu, og það sama á við um flest síðari skrif um efnið (sjá
einkum Halldór Halldórsson 1987, Guðrúnu Kvaran 2001, 2007, Einar
Lövdahl Gunnlaugsson 2016, Veturliða Óskarsson 2017) þótt sumir
höfundar hafi einnig vikið að notkun blótsyrðanna og textasam heng
inu sem þau birtast í. Þá hafa íslensk blótsyrði verið skoðuð í saman
burði við blótsyrði í öðrum málum og má þar einkum nefna tvær ný
leg ar rannsóknir. Önnur þeirra beindist að notkun enska blótsyrðisins
fuck og tengdra orða sem hafa á síðustu árum og áratugum verið tekin
tunga25.indb 14 08.06.2023 15:47:14