Orð og tunga - 2023, Side 24

Orð og tunga - 2023, Side 24
Ásta Svavarsdóttir: Að blóta á íslensku 15 að láni í mörgum málum, þ. á m. íslensku og öðrum Norðurlanda mál­ um (Fjeld o.fl. 2019). Hin var málfélagsleg rannsókn á notkun blóts­ og skammaryrða í færslum norrænna málnotenda á samfélagsmiðlin­ um Twitter og fól einkum í sér samanburð á notkun karla og kvenna á slíkum orðum, bæði í tístum þeirra á móðurmálinu (dönsku, finnsku, íslensku, norsku eða sænsku) og á ensku (Coats 2021). Í þessari grein er fyrst og fremst leitast við að greina og lýsa helstu einkennum blóts og blótsyrða í íslensku eins og þau birtast í þeim gögnum og heimildum sem stuðst er við. Áhersla er einkum lögð á formgerð blótsyrðanna og þess setningarsamhengis sem þau standa í, meðal annars með tilliti til setningafræðilegs hlutverks þeirra. Athyglinni er ekki síst beint að því hvaða skapandi leiðir mál­ notendur hafa farið til þess að móta og auka orðfærið á þessu sviði og hvernig setn ingafræðilegum möguleikum er beitt til þess að hafa áhrif á tján inguna, meðal annars með því sem kallað hefur verið að tvinna eða hnýta saman blótsyrði. Efnisskipan er þannig að í 2. kafla er gerð stutt grein fyrir efnivið og aðferðum við rannsóknina. Síðan er í 3. kafla fjallað um íslensk blótsyrði, einkum merkingarleg og orðgerðarleg einkenni þeirra, og um leiðir sem farnar hafa verið til að auka blótsyrðaforðann. Í 4. kafla er sjónum beint að setningarlegu hlutverki og setningarlegri stöðu blótsyrða í íslensku og sýnd dæmi um mismunandi setningargerðir þar sem blót er uppistaða eða ein­ kennandi þáttur setninga eða setningarhluta. Í lokakaflanum eru helstu niðurstöður dregnar saman og ræddar. 2 Efniviður og aðferðir Við undirbúning rannsóknarinnar varð til orðalisti sem á rætur að rekja til fyrri skrifa um íslensk blótsyrði en hann var síðan aukinn eftir því sem ný orð og orðmyndir komu í ljós í rannsókninni. Listanum var ekki ætlað að vera tæmandi heldur var meginmarkmiðið að ná utan um algeng blótsyrði í íslensku svo og orð sem þóttu áhugaverð vegna formlegra einkenna sinna. Notkun orðanna var síðan skoðuð í þeim textaheimildum sem lagðar voru til grundvallar og rannsóknin snerist fyrst og fremst um þau blótsyrði sem þessar heimildir staðfestu að séu notuð í nútímamáli. Meginheimild rannsóknarinnar var Mörkuð íslensk málheild (MÍM), textasafn með 25 milljónum lesmálsorða úr völdum textum frá fyrsta áratug 21. aldar. Tvær ástæður eru fyrir því að MÍM var valin sem tunga25.indb 15 08.06.2023 15:47:14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.