Orð og tunga - 2023, Síða 34
Ásta Svavarsdóttir: Að blóta á íslensku 25
(4) a. Ó sjitt – það var nú meiri hörmungin!
b. Hólí sjitt, hvað Barcelona er gott lið! (sbr. e. holy shit)
c. En sjittfokk! hvað var gaman!
d. Spiluðu í gær og ég missti af því! Fokk!
e. Fuck! Veit ekki neitt ...
f. Damn! Það er ekkert smá hvað þú ert búinn að taka lit,
drengur!
Í (4c) hefur tveimur tökublótsyrðum verið slegið saman í eina orð
mynd, sjittfokk, og tökuorðin standa gjarnan með öðrum orðum úr
ensku eins og í (4b) þar sem líklegt er að upphrópunin í heild sé fengin
að láni úr ensku. Reyndar er algengt að þessi orð standi í samhengi
þar sem kóðavíxl milli íslensku og ensku eru áberandi í textanum.
Lýsingarorð í hópi blótsyrða geta líka staðið ein sér í upphrópunum
af þessu tagi eins og sést á dæmunum í (5). Ef segðin er lengri en
blótsyrðið eitt stendur það ýmist fremst eða aftast í henni.
(5) a. „Bölvaður!“ segir Jóhann risi og herðir takið á hagla byss
unni.
b. „Bölvaður ‒ svíkst undan merkjum.“
c. Sá skyldi nú ekki sleppa létt frá þessu, heldur deyja
voveiflegum dauða, helvískur!
Ávarpsliðir með nafnorðsblótsyrði að viðbættu eignarfornafninu
þinn (eða ykkar ef blótsyrðið er í fleirtölu) eru af svipuðum toga (sjá
grein Katrínar Axelsdóttur í þessu hefti). Nokkur slík dæmi úr MÍM
með mismunandi blótsyrðum eru sýnd í (6).
(6) a. „Halló, ert þetta þú, helvítið þitt?“
b. „Ég er ekki dauður ennþá, helvítið þitt“, heyrði hann
sjálfan sig segja.
c. „Þetta eru engar hórur, djöflarnir ykkar“, kallaði bónd
inn, „heldur dætur mínar“.
d. „Helvítis óþverrar eruð þið, skjótið hrossin, and skot arnir
ykkar!“
e. „Og þarna viðurkennirðu, djöfullinn þinn“, kallaði síra
Björn, „að hafa komist með ólögmætum hætti yfir Sauða
fellið!“
Eins og upphrópanirnar í (3)‒(5) eru þessir ávarpsliðir laustengdir því
sem kemur á undan eða eftir. Þeir standa yfirleitt í lok segðar en geta
líka fleygað lengri segðir sem innskot á mörkum setningarhluta eins
tunga25.indb 25 08.06.2023 15:47:14