Orð og tunga - 2023, Page 37
28 Orð og tunga
4.3 Blótsyrði sem ákvæðisorð
4.3.1 Ákvæðisorð í nafnliðum
Ákvæðisorð með nafnorðum eru tvenns konar í íslensku. Annars
vegar geta þau verið fornöfn, töluorð og/eða lýsingarorð sem standa
almennt á undan höfuðorðinu í nafnliðnum og sambeygjast því eins
og í (11a). Hins vegar getur ákvæðisorð verið annað nafnorð (eða nafn
liður) í eignarfalli, svonefnd eignarfallseinkunn, sem yfirleitt stendur
á eftir höfuðorðinu eins og í (11b).7 Þá geta báðar gerðir ákvæðisorða
komið fram í sama nafnlið eins og sýnt er í (11c). (Höfuðorðið er
skáletrað í dæmunum.)
(11) a. Þessir (áfn.kk.ft.nf.) þrír (to.kk.nf.) stóru (lo.kk.ft.nf.)
strák ar (no.kk.ft.nf.)
b. Hús (no.hk.et.nf.) fjölskyldunnar (no.kvk.et.ef.)
c. Stóru (lo.kk.ft.) bræður (no.kk.ft.) stelpunnar (no.kvk.
et.ef.)
Blótsyrði sem eru lýsingarorð standa á undan höfuðorðinu í nafn
liðnum, hvort sem það er líka blótsyrði eða ekki. Beygjanlegu orðin
helvískur, bölvaður og bannsettur sambeygjast höfuðorðinu eins og sést
í dæmunum í (12) en ekkisens og fokking eru óbeygjanleg (þótt þau geti
tekið á sig ólíkar framburðar og ritmyndir, sbr. 3.1).
(12) a. hann reynir að ganga um til að hrista af sér [helvískar
hugsanirnar]
kvk-ft-þf
.
b. Ég ætla að skokka í [bölvuðu norðanrokinu]
hk-et-þgf
á eftir.
c. það stendur [fokking löggubíll]
kk-et-nf
á stæðinu fyrir
neð an gluggann.
d. „Gefðu mér [fokking breik]
hk-et-þf
.“
e. Til hvers í [fokking andskotanum]
kk-et-þgf
?
f. [Bráðsmitandi bannsett magakveisa]
kvk-et-nf
. Bara að ég
verði ekki veik á sunnudaginn.
g. „[Bölvaðir ekkisens asnar og fífl, aular og afglapar]
kk-ft-nf
...“.
7 Hér er horft fram hjá fleiri möguleikum, þ.e. eignarfornöfnum, forsetningarliðum
og aukasetningum sem standa á eftir höfuðorðinu í nafnlið eins og eignar falls
einkunnir. Slíkir liðir geta komið fyrir með blótsyrðum, sbr. ávarpsliðina í (6), en
snerta að öðru leyti ekki blótsyrðin sem slík. Höskuldur Þráinsson (2005:42, 174)
notar hugtakið ákvæðisliður einungis um fyrirsetta liði og hann kallar eftirsetta
liði, fylliliði. (Sjá nánar um innri gerð nafnliða hjá honum.)
tunga25.indb 28 08.06.2023 15:47:15