Orð og tunga - 2023, Page 42
Ásta Svavarsdóttir: Að blóta á íslensku 33
(19) a. Hann er svo fjandi erfiður
lo
í sambúð!!
b. ég er eiginlega bölvaður gallagripur, en þó [...] skratti
dugleg
lo
og strangheiðarleg.
c. „Hún er svo skrambi úrræðagóð
lo
, hún Steingerður.“
d. „Oft eru dauð hjón lík“ gamall en svo djöfulli fyndinn
lo
!
e. Tónleikarnir eru að verða helvíti cool
lo
núna.
f. „... það nennir enginn að blúsa að eilífu ... það er bara
alltof fokking boring
lo
!“
g. franskarnar voru [...] steiktar upp úr glænýrri feiti eða
eldgamalli ... either way voru damn good
lo
!
h. Ég er svo andskoti djöfulli fjandans fjári ári helvítis
fokkings pirruð
lo
út í hálfvitaganginn í sjálfri mér!!!!!!!
(20) a. ... ef mér liði ekki svona andskoti illa
ao
.
b. klappaði þeim á öxlina og sagði þeim hvað þeir litu fjandi
vel
ao
út.
c. við erum búnar að bíða nógu helvíti lengi
ao
.
d. ... og við skemmtum okkur bara svona helvíti vel
ao
.
e. Ég held nú fokking síður
ao
!
f. Ég stökk of seint. Alltof fokking seint
ao
.
g. Nettengingin mín á stuðgörðunum er fokkings ekki
ao að
virka.
Mynd blótsyrðanna er með ýmsu móti. Í (19h) eru eignarfallsmyndir
eins og þær sem standa með nafnorðum (sjá 4.3.1), fjandans og helvítis,
en auk þess tökuorðin fokking(s) og damn sem líka eru kunnugleg úr
öðru samhengi. Í flestum dæmanna eru aftur á móti orðmyndir sam
hljóða nefnifalli samsvarandi nafnorða: fjandi í (19a) og (20b), skratti
í (19b), andskoti í (19h) og (20a), fjári og ári í (19h) og helvíti í (19e) og
(20c‒d). Þar sem þetta er ekki eðlileg staða fyrir nafnorð í nefnifalli
verður að líta svo á að þessar myndir hafi í blóti verið endurtúlkaðar
sem atviksorð líkt og eignarfallsmyndir þessara orða þegar þær
standa sem ákvæðisorð, annaðhvort sem lýsingarorð (sjá 4.3.1) eða
sem atviksorð eins og hér. Loks kemur þarna fyrir myndin djöfulli
í (19d og h). Hún er ekki venjuleg beygingarmynd af djöfull heldur
sérstök atviksorðsmynd (eða sérstakt atviksorð). Ekki er ólíklegt að
iið sé tilkomið vegna áhrifa frá orðmyndum eins og helvíti og fjári
sem eru algengustu myndir blótsyrða í stöðu atviksorðs.
Þessar myndir allar standa stundum í upphafi setningar á undan
sögn, oftast sögninni að vera. Slík dæmi eru sýnd í (21).
tunga25.indb 33 08.06.2023 15:47:15