Orð og tunga - 2023, Page 45
36 Orð og tunga
Þessar segðir eru ekki fullgerðar aðalsetningar heldur einungis blóts
yrðið að viðbættu því sem virðist við fyrstu sýn vera aukasetning
eða nafnháttarliður og í heild eru þær eins konar upphrópanir sem
fela í sér yfirlýsingu eða heitstrengingu. Blótsyrðið herðir á henni
og gegnir því áhersluhlutverki þarna líkt og í dæmunum í (22) og
víðar. Myndir blótsyrðanna, helvíti og djöfull, geta verið nefnifall
af nafnorði en eins og áður hefur komið fram geta slíkar myndir
líka gegnt hlutverki atviksorðs í ýmsu samhengi (sjá (22) og dæmi
í 4.3.2). Í (23a‒b) fer nafnháttarliður eða setning á eftir blótsyrðinu.
Slíkir liðir geta, rétt eins og fallsetningar, verið fylliliðir nafnorða
og ákvarða þá höfuðorðið nánar þótt því séu talsverð takmörk sett
hvaða höfuðorð geta tekið með sér slíka liði og auk þess fer yfirleitt
ábendingarfornafn á undan þeim, t.d. Það takmark að lesa alla bókina ...
(sjá Höskuld Þráinsson 2005:220‒221). Ofangreind dæmi eru tæplega
hliðstæð slíkum nafnliðum. Tilvísunarsetningar geta líka verið fylli
liðir höfuðorðs í nafnlið en það sem tengist blótsyrðinu í (23c‒d)
með sem eru engar venjulegar tilvísunarsetningar. Ef svo væri ætti að
vera eyða í auksetningunni með tilvísun til höfuðorðsins (t.d. Djöfull
sem __ saknar hennar) en í þessum dæmum líkist setningin á eftir
sem meira fullgerðri aðalsetningu. Þessar segðir virðast því fremur
vera formúlukennt orðalag þar sem blótsyrðin herða á merkingu
setningarinnar eða setningarliðarins í heild og smáorðin, a.m.k. sem,
gegna ekki hefðbundnu hlutverki aukatengingar. Það eru ekki ýkja
mörg dæmi af þessu tagi í MÍM en fleiri má finna með leit á netinu,
bæði um djöfull/andskoti sem ... og helvíti að ... og víða er vitnað til orða
Jóns Hreggviðssonar og þau hent á lofti: Fari í helvíti sem ég drap mann
(Halldór Kiljan Laxness 1969:127). Sömuleiðis má hugsa sér önnur
atviksorð í sömu stöðu, t.d. Rosalega sem ég sakna hennar og Slæmt að
fá hana ekki með.
5 Samantekt og niðurstöður
Í þessari grein hefur verið fjallað um blót og blótsyrði í íslensku frá
málfræðilegu sjónarhorni og áhersla verið lögð á að greina og lýsa
formgerð orðanna, stöðu þeirra og hlutverki í því setningarsamhengi
sem þau standa í. Sjónum hefur því verið beint að því hvernig fólk
blótar á íslensku fremur en hvers vegna það blótar. Hér er þó ekki
um neitt heildaryfirlit að ræða heldur var einungis reynt að ná utan
um algengustu blótsyrði og að koma auga á algengustu mynstur í
tunga25.indb 36 08.06.2023 15:47:15