Orð og tunga - 2023, Page 47
38 Orð og tunga
nafnorði o.s.frv. Þau hafa auk þess ríkulega beygingu og koma því fram
í mörgum ólíkum myndum. Einstakar beygingarmyndir hafa verið
endurtúlkaðar og fengið nýtt hlutverk, t.d. má líta á eignarfallsmyndir
eins og djöfuls(ins), fjandans o.fl. sem lýsingarorð þegar þær standa sem
ákvæðisorð á undan nafnorði og geta þar verið hliðskipaðar annarri
eignarfallsmynd og/eða lýsingarorði án samtengingar: helvítis bölvuð
bullan. Þessi endurkvæmni gefur (næstum) óendanlega möguleika
á því að tvinna saman blótsyrði í slíkum nafnliðum með klifun eða
endurtekningu: helvítis, djöfulsins, andskotans, fjandans, djöfulsins djöf
ull! Sömuleiðis verður að telja að nefnifallsmyndir blótsyrða hafi verið
endurtúlkaðar sem atviksorð þegar þær standa sem ákvæðisorð með
lýsingarorðum eða atviksorðum, t.d. fjandi fyndin eða andskoti illa, því
nafnorð geta almennt ekki gegnt því hlutverki. Slíkar myndir koma
líka fyrir með sögnum og jafnvel sem setningaratviksorð.
Tökublótsyrðin fokk og fokking falla í aðalatriðum inn í sömu
notk unarmynstur og hefðbundin íslensk blótsyrði, það fyrrnefnda
sem höfuðorð í nafnliðum og hið síðara sem ákvæðisorð, ýmist sem
lýsingarorð (t.d. fokking snillingur) eða atviksorð (t.d. fokking pirrandi).
Þau eru líka notuð við hlið eldri orða þegar blótsyrðum er tvinnað
saman eins og í fleygum blótsyrðafrasa: helvítis fokking fokk! Þessi orð
eru því augljóslega orðin óaðskiljanlegur hluti af íslenskum blóts
yrðaforða. Blótsyrðin sjitt og damn eru aftur á móti fátíðari í gögn
unum og notkun þeirra er að mestu leyti takmörkuð við einfaldar
upphrópanir en auk þess eru þau mjög tengd öðrum lítt aðlöguðum
tökuorðum og stundum eru þau hluti af lengri kóðavíxlum innan
textans.
Heimildir
Allan, Keith. 2018. Taboo words and language: An overview. Í: Keith
Allan (ritstj.). The Oxford Handbook of Taboo Words and Language,
bls. 1–27. Oxford: Oxford University Press. https://doi.org/10.1093/
oxfordhb/9780198808190.013.1.
Anderson, Lars G. og Peter Trudgill. 1990. Bad Language. Oxford: Basil
Blackwell.
Coats, Steven. 2021. ‘Bad language’ in the Nordics: profanity and gender in a
social media corpus. Acta Linguistica Hafniensia 53/1:22‒57. https://doi.or
g/10.1080/03740463.2021.1871218.
Einar Lövdahl Gunnlaugsson. 2016. „Hvað í fokkanum geri ég þegar ég út
skrif ast?“ Ritgerð um blótsyrðið fokk og skyld orð í íslensku nútímamáli.
tunga25.indb 38 08.06.2023 15:47:15