Orð og tunga - 2023, Side 58
Veturliði Óskarsson: Orð koma í orða stað 49
(þrjú), lofa (tvö), mega (fimm), verða (tvö), skulu (eitt).
Merkingunni fylgir sterkur undirtónn sem felur í sér huglæga
afstöðu eða viðhorf, oft kaldhæðni, kæruleysi, andúð eða annað sam
bærilegt. Þessi undirtónn markar notkun sagnarinnar og kemur því
skýrt til skila að merkingin sé ekki hlutlaus.
Annars vegar snýr merkingin að því að losa sig við eitthvað eða
láta eitthvað hverfa sem er óviðeigandi, óþarft.
(3) a) Vonandi fær nú flatti þorskurinn að fokka af þing hús inu
(1903).
b) Hann ætlar að halda í demantana og láta stelpuna fokka
(1960).
Hins vegar snýr merkingin að því að vera hreinskilinn, segja það
fyrsta sem kemur upp í hugann, umhugsunarlaust og frjálslega án
þess að hika, segja hlutina eins og þeir eru. Vel kann að vera að þessi
notkun sé að einhverju leyti sniðin eftir orðasambandinu láta (eð)
flakka sem dæmi eru um allt frá 17. öld (sjá ROH), en þar er merkingin
oft mjög sambærileg við þessa.
(4) a) Hann skrifar nákvæmlega eins og talar, lætur allt fokka,
sem honum dettur í hug (1891).
b) ekkert er skáldinu heilagt – bókin […] lætur allt flakka og
fokka (2010).
Sögnin kemur nokkuð oft fyrir í háðsblaðinu Speglinum (ellefu dæmi
frá 1941–1959) og er þar greinilega notuð til að gefa textanum kæru
leysislegt eða glettnislegt yfirbragð.
Fáein dæmi komu í ljós um fokka í merkingu skyldri þessari en í
annars konar setningargerð en láta + andlag + fokka, til dæmis þessi
tvö:
(5) a) Brynjólfur sprengdi í mér fjögur rif í einu […] þarna
fokkuðu fjögur rif (1966).
b) áður en […] farþegaflugvél fokkaði beint niður í borg ar
hverfi (1988).
Athyglisvert er að sögnin fukke kemur fyrir í dönsku, í svipaðri
merkingu og þeirri sem hér var fyrr nefnd, snemma á 20. öld skv.
Ordbog over det danske Sprog (Supplement 1992–2005). Dæmið er úr
ljóðabók frá 1921 og merkingin sögð vera „kaste bort (med foragt,
som værdiløst).“ Samkvæmt orðabókinni er sögnin úr þýsku, fucken
‘ýta, pota, stjaka við’. Hún hefur þó verið óvenjuleg í almennu máli
tunga25.indb 49 08.06.2023 15:47:15