Orð og tunga - 2023, Page 71
62 Orð og tunga
ólík tungumál, og að merkingin sé þá dálítið mismunandi eftir aldri
og/eða uppruna. Þetta hafa fræðimenn ítrekað rætt, sjá t.d. stutta um
fjöllun hjá Crystal (2004:63–64) og van Gelderen (2006:94) um töku
orð í ensku ættuð úr latínu. Oft lifa þá orðin hlið við hlið og hafa
mismunandi form, merkingu og hlutverk og þarf þá sérfræðinga á
sviði orðsifja, málsögu og máltengsla til þess að geta bent á að um
sé að ræða einn og sama uppruna. En að nýja orðið sé svo nálægt
eldra orðinu að það yfirtaki það smám saman og orðin renni saman
í eitt, eins og á við varðandi þau orð sem hér eru til umræðu, er
óvenjulegra, a.m.k. ef gert er ráð fyrir að um sé að ræða tökuorð, ekki
einungis tökumerkingu. Eins og nefnt var í inngangi, og reynt var
að færa rök fyrir, er í þessari grein litið svo á að orðin fokka og fokk í
nýju merkingunni séu eiginleg tökuorð úr ensku fremur en að um
sé að ræða nýja erlenda merkingu sem bæst hafi við gömlu orðin.
Hið síðara, að orð taki upp erlenda merkingu, er hins vegar talsvert
algengt fyrirbæri í íslensku eins og í flestum öðrum tungumálum
sem eiga í máltengslum við önnur mál. Skemmtilegt dæmi um slíkt
eru merkingarlíkindi boðháttarmyndarinnar sko af sögninni skoða og
danska orðsins sgu (af sågu, så gud), en færð hafa verið rök fyrir því
að íslenska orðið hafi tekið upp ákveðna merkingarþætti þess danska
(Helgi Guðmundsson 1981). Enn fremur hefur verið á það bent að
fornafnið eigin(n) kunni að hafa sótt merkingarþætti eða a.m.k. aukna
notkun til danska fornafnsins egen (Katrín Axelsdóttir 2014:544 o.áfr.).
Ýmis fleiri dæmi eru í sögu málsins um tökuorð sem fallið hafa saman
við orð sem fyrir voru eða að minnsta kosti gefið innlendum orðum
nýja merkingu. Eru nokkur slík rakin í bók undirritaðs frá 2003
(Vetur liði Óskarsson 2003:90), t.d. velborinn úr miðlágþýsku wol(ge)
boren sem féll saman við fornt og að hluta til samstofna orð, velborinn
(sjá sama rit bls. 339; sbr. Katrín Axelsdóttir 2014:544). Um þetta efni
verð ur ekki fjallað nánar að þessu sinni.20
Í íslensku voru forsendurnar fyrir hendi þegar nýtt orð gerði sig
heimakomið. Fyrir voru í málinu gömul sögn (fokka ‘gaufa, dunda’)
og nafnorð myndað af henni (fokk ‘lítilfjörlegt starf, dútl, dund’), með
merkingu og notkunarhlutverk sem að hluta til náði yfir það svið
sem nýja orðið gerði kröfu um, og hljóðfræðilega var lágmarksmunur
á gömlu orðunum og því nýja erlenda. Merking tökuorða er oft á
ein hvern hátt sérhæfð eða takmörkuð (sjá Haspelmath 2009:42–44;
Winford 2010:173–175) og má búast við að nýtt orð muni að öllum
20 Ég þakka ritrýni fyrir að minna á sumt sem hér var nefnt.
tunga25.indb 62 08.06.2023 15:47:15