Orð og tunga - 2023, Síða 72
Veturliði Óskarsson: Orð koma í orða stað 63
lík indum fylla í tóman merkingarbás eða koma í stað orðs sem á ein
hvern hátt nýtur ekki hylli í tungumálinu. Það hefur eflaust auðveldað
yfirtökuna að gömlu orðin virðast hafa verið í lágum metum. Mörg
dæmi eru t.d. um að þau séu prentuð innan afsakandi gæsalappa.21 Þau
er enn fremur ekki að finna í mörgum íslenskerlendum orðabókum,
og í Íslenskri orðabók (1983, 2002), sem löngum hefur verið talin eiga
lokaorðið um hvað megi telja „gott mál“, eru gömlu orðin, annað eða
bæði, merkt óformleg sem gefur lesandanum til kynna að þau henti
ekki í vönduðu máli (sbr. kafla 2.2 hér að framan). Bólfesta þeirra í
málinu var því sennilega lausari en yfirleitt á við um orð sem ekki
eru mörkuð af sérstöku og tiltölulega neikvæðu málsniði. Nýju orðin
tilheyra vitaskuld einnig tiltölulega neikvæðu málsniði en eru á hinn
bóginn miklu algengari en þau gömlu, tilheyra ekki síst málfari ungs
fólks og fá sterkan stuðning af mikilli alþjóðlegri notkun og rafrænum
samfélagsmiðlum.
Það fyrirbæri sem gert hefur verið að umtalsefni í þessari grein
mætti formgreina nokkurn veginn svona:
(1) Orðin fokka og fokk eru til í íslensku. Þau eru óstöðug
vegna stílgildis, málsniðs og lágrar tíðni.
(2) Enska orðið fuck kemur inn gegnum alþjóðlega dægur
menningu. Ný sögn og upphrópun/nafnorð bætast við.
(3) Milli eldri og yngri orðanna eru viss merkingar, hlut
verks og formlíkindi.
(4) Samruni hefst.
(5) Falsvinir verða til.
(6) Samruna lýkur.
Í lok liðinnar aldar fækkar dæmum í blöðum og tímaritum um gömlu
sögnina fokka, eða a.m.k. um þá merkingu sem einkenndi hana. Hins
vegar hafa enskættuðu orðin, sögnin fokka og upphrópunin/nafnorðið
fokk, orðatiltækin fokka upp og fokka við o.s.frv., sem og áhersluorðið
fokking, orðið æ algengari, sérstaklega í textum sem ætla má að höfði
til ungs fólks. Í sambandi við þessa rannsókn hef ég heyrt allmarga
segjast vera á móti fokk og fokka í gömlu merkingunum vegna þess
að þau séu tökuorð með rætur í enska blótsyrðinu fuck. „Ég myndi
aldrei nota láta eitthvað fokka fyrir framan börnin mín,“ sagði ung kona
21 Hjá Cappelen og Lepore (1997) má finna fróðlega umfjöllun um notkun afsakandi
gæsalappa; sbr. einnig Poplack (1987).
tunga25.indb 63 08.06.2023 15:47:15