Orð og tunga - 2023, Page 80
Katrín Axelsdóttir: Að eiga það sem maður er 71
norrænum málum.3 Síðan verða dæmi úr fornu máli tekin til athug un ar
og fjallað um upprunaskýringar sem settar hafa verið fram. Þá verð ur
fjallað um sambandið helvítið á þér sem á það sameiginlegt með hel vít ið
þitt og sambærilegum samböndum að „eigandi“ samsvarar „eign“ en
eignartáknunin er önnur. Loks verður rætt um þriðju per sónu. Þar er
ekki hægt að nota eignarfall, *þrjóturinn hans, *hálfvitinn henn ar (sem
væri setningafræðilega sambærilegt við þrjót ur inn þinn, hálfvitinn
þinn), en í stað þess eru farnar aðrar leiðir. Hér verður einkum rædd
sú aðferð að nota skammaryrði með forsetningarliðunum á honum og
á henni: helvítið á honum/henni, sbr. helvítið á þér.4
2 Notkun X þinn í íslensku og samanburður við
önnur norræn mál
X þinn er mjög opið mynstur, það virðist vera hægt að setja hvaða
hnjóðsyrði sem er inn í það og auðvelt er að finna dæmi á netinu
um mynstrið með skammaryrðum sem eru væntanlega heldur sjald
gæf: drulluháleisturinn þinn, skítbuxinn þinn. Stefán Einarsson nefnir
mynstrið aðeins í tengslum við skammir, sbr. tilvitnunina í inn
gangi. Í Íslenskri orðabók (2002) er þinn sagt notað á þennan hátt „í
að finnslukenndu ávarpi“ og mynstrið er áreiðanlega algengast í slíku
sam hengi. En í íslensku nútímamáli má þó finna mörg dæmi þess að
hrósyrði séu notuð innan X þinn:
(1) a. Snillingurinn þinn! Til hamingju með síðuna. (At
huga semd á samfélagsmiðli 2019)
b. Til hamingju elsku Anna Kristín, kemur mér ekki á
óvart snillinn þinn (Athugasemd á samfélagsmiðli
2012)
c. Þegiðu meistarinn þinn hvað þú ert mikill kóngur.
(Stjörnuspá 2018–2019:23)
3 Í færeysku er einnig til orðaröðin X tín (sjá t.d. undir fyl í Føroyskføroysk orðabók)
en sú röð virðist sjaldgæfari en tín X.
4 Í greininni fá dæmi úr ritmáli talsvert rými. Mörg þeirra fundust á ýmsum nýjum
vefmiðlum, s.s. í persónulegum bloggfærslum og athugasemdum á samfélags
miðlum. Til að spara pláss er tilvísunum í þess háttar vefslóðir sleppt, heimildanna
er ekki heldur getið í heimildaskrá. Tegundar heimildar (eða heitis vefs) er þó
alltaf getið, sem og ártals. Svipuð leið er farin með dæmi úr fornu máli, þar er
látið duga að vísa í heiti rits. Nákvæmari tilvísanir má auðveldlega finna í þeim
heimildum um fornmál sem tilgreindar eru í greininni.
tunga25.indb 71 08.06.2023 15:47:15