Orð og tunga - 2023, Side 86

Orð og tunga - 2023, Side 86
Katrín Axelsdóttir: Að eiga það sem maður er 77 á bókfell. En ef til vill er hin jákvæða notkun síðar til komin bæði í íslensku og sænsku. Það þarf ekki að koma á óvart. Eins og nefnt var í 2. kafla getur neikvætt eða fremur neikvætt nafnorð verið notað í ýmsum blæbrigðum, í vorkunnartóni eða jafnvel gælutóni (litli kján­ inn þinn). Þá opnast e.t.v. leið fyrir jákvæð orð inn í mynstrið. Einnig getur jákvætt orð verið notað í kaldhæðni í annars neikvæðu mynstri (s.s. hvað þykist þú vita um það, gáfnaljósið þitt) og þá er stutt í að hægt sé að nota jákvæð orð innan mynstursins X þinn í jákvæðu samhengi. 4 Hugmyndir um upprunann Nokkrar hugmyndir hafa verið settar fram um uppruna þinn í því samhengi sem hér um ræðir, mynstrið X þinn. Þá elstu er að finna í skrifum Grimms (1866). Hér verða þær reifaðar stuttlega í tímaröð og reynt að leggja á þær mat. Grimm (1866:274) lítur svo á að öll eignarfornöfn vísi til einhvers sem er til umræðu. ‘Þinn’ hljóti að vísa til einhvers ‘þú’ og komi slíkt orð hvergi fyrir þá hljóti það að hafa verið á einhvern hátt undirliggjandi. Þannig hljóti skammarávörpum eins og ‘fíflið þitt’ að liggja til grundvallar lengri segð, ‘þú fíflið þitt’ eða ‘þú og fíflið þitt’. Þetta rökstyður Grimm með ýmsum dæmum úr síðari alda sænsku, svo sem du din toker! og du din krumfot!, þar sem persónufornafn kemur fram auk eignarfornafns. Slíkar segðir ber hann saman við þýsku du und der Teufel ‘þú og djöfullinn’ og eldri þýsku du und dîn tiuvel ‘þú og djöfullinn þinn’. Í þessum tilvikum komi fram styrking eða efling persónunnar og e.t.v. hafi menn gert ráð fyrir að henni hafi fylgt andi, góður eða slæmur, sem væri henni til ráðuneytis. ‘Ég ætti að launa það dáranum þínum’ merki því ekki annað en ‘ég ætti að launa þér það’. Grimm bendir í þessu sambandi á að í forníslensku dæmunum sem hann nefnir sé oft vísað í óvinveitt fyrirbæri eða illa anda (sbr. t.d. kögursveinn, heljarkarl, fóli og þjófur) eða jafnvel dýr sem eru mönnum oft til fylgdar (t.d. hundur). Meginatriðið hjá Grimm er að orðið hafi brottfall, bæði persónufornafns og samtengingar, en segðirnar hafi þó verið túlkaðar eins og þessi orð væru undirliggjandi.11 Í orðabók Cleasbys (1874:738) er sett fram allt annars konar skýring 11 Brottfall samtengingarinnar ber Grimm (1866:274–275) saman við brottfall sam­ tengingar í segðum eins og þeir Beli (= ‘Freyr og Beli’) og þið Gymir (= ‘þú og Gymir’), orðalag sem er enn alvanalegt í íslensku. Þarna hafi samtenging fallið brott og orð komið í annars stað. tunga25.indb 77 08.06.2023 15:47:15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.