Orð og tunga - 2023, Page 93
84 Orð og tunga
6 Mynstrið X á honum/henni
6.1 Inngangur
Eins og nefnt hefur verið eru líkindi með X þinn og X á honum/henni.19
En þessi líkindi vekja ýmsar spurningar. Er X á honum/henni notað
með sama mengi nafnorða og X þinn eða er X á honum/henni bundið
við einhver tiltekin nafnorð? Fyrirfinnst X á honum/henni í jákvæðu
samhengi eins og þekkist um X þinn? Er X á honum/henni jafn miðlægt
eða þekkt í málinu og X þinn? Er eitthvað samsvarandi X á honum/
henni til í skyldmálunum? Var X á honum/henni til í fornu máli eins
og X þinn? Ef ekki, hvenær kom það upp og hvernig má skýra tilurð
þessa mynsturs?
Við sumum þessara spurninga er erfitt eða jafnvel ómögulegt að
gefa skýr svör. Því veldur bæði skortur á nægilega miklum og að
gengilegum heimildum (mynstursins er helst að vænta í talmáli, helst
óhefluðu, og heimildir um það eru af frekar skornum skammti) og
einnig erfiðleikar við að leita í þeim heimildum sem tiltækar eru. Það
er t.d. borin von að ætla með hjálp leitarvéla að finna öll þau nafnorð
sem notuð hafa verið í mynstrinu X á honum/henni (hið sama gildir
auðvitað um X þinn), formleg einkenni síðari hluta segðarinnar eru svo
almenn (forsetning og algengt persónufornafn). Þetta verður aldrei
annað en fálm eftir því sem ekki er vitað fyrir fram hvað gæti verið.20
Áðurnefndar spurningar má þó hafa að leiðarljósi og þótt skýr svör
fáist seint má fá einhverja nasasjón af sögu og notkun mynstursins.
6.2 Hvaða nafnorð taka þátt í mynstrinu X á honum/henni?
Ef flett er upp í Íslensku orðaneti Jóns Hilmars Jónssonar að orðinu
helvíti kemur upp sambandið helvítið á honum/henni. Ef síðan er valinn
flipinn „setningargerð“, sem í þessu tilviki er skilgreind sem „nafn
orð í nefnifalli með greini – forsetning – persónuvísandi fornafn í
þágu falli“, koma engin sambærileg sambönd upp.
Í Risamálheildinni (2019) er hægt að leita að nafnorði í nefnifalli
með greini, forsetningunni á og síðan þágufallsmyndunum honum
19 Rétt eins og X þinn er X á honum/henni til í fleirtölu, s.s. helvítin á þeim (stundum
ritað áðeim), skammirnar á þeim. Slík dæmi eru þó hlutfallslega sjaldgæf og hér
verður áfram talað um mynstrið X á honum/henni.
20 Sbr. t.d. Katrínu Axelsdóttur 2019:306–308 um vanda við að leita að orðasambönd
um af tiltekinni setningargerð.
tunga25.indb 84 08.06.2023 15:47:16