Orð og tunga - 2023, Síða 94
Katrín Axelsdóttir: Að eiga það sem maður er 85
og henni. Við slíka leit koma upp hátt í fimm þúsund dæmi. Fæstar
niðurstöðurnar koma mynstrinu X á honum/henni við en þessi leit
skilaði samt nokkrum dæmum um það sem hér er til athugunar og
augljóst að mynstrið er ekki bundið við nafnorðið helvíti: 21
(12) helvítið á honum/henni 12 dæmi
melurinn á honum/henni 2 dæmi
skömmin á honum/henni 1 dæmi
merkikertið á honum/henni 1 dæmi
Helvítið á honum/henni er þarna langalgengast sem kemur vel heim við
að það var eina sambandið sem fannst í Íslensku orðaneti. Í (13) má sjá
eitt dæmi um hvert samband í samhengi:
(13) a. Pirrandi að sjá að Rúrik Gísla spilar á gítar og syngur
vel, eins og hann sé ekki nógu myndarlegur helvítið á
honum (fótbolti.net 2016)
b. Skemmst er að minnast Halldós [svo] Laxness, sem
þótti gott að skrifa standandi við púltið sitt, en nýrra
og frægara dæmi er Donald Rumsfeld, melurinn á
honum, sem varð allfrægur fyrir vinnubrögðin þegar
hann starfaði í ríkisstjórn Bush yngri. (Er tími til kom
inn … 2010)
c. Sá heitir Pétur og skömmin á honum er falslaus sem
dúfa en kænn sem höggormur! (Malín Brand 2012)
d. Kellingar gaukuðu að honum kökubita og vildu
fá hann inn í kakósopa, en hann bara vatt uppá sig.
Merki kertið á honum! (Einar Kárason 1989:75)
Fleiri nafnorð eru þó notuð, eða hafa verið notuð, með á honum/henni
en finna má í því efni sem liggur til grundvallar Íslensku orðaneti og
Risamálheildinni. Netleit að nokkrum skammaryrðum, völdum af
handa hófi, á undan á honum/henni skilaði ýmsum samböndum til við
bót ar. Hér má sjá nokkur slík dæmi, sýnd í samhengi:
(14) a. Hann er hreint ekki góður núna, skrattinn á honum.
(Guðmundur Gíslason Hagalín 1938:219)
21 Meirihluti dæma eru liðir með líkamshlutum (t.d. nefið á honum, hendurnar á henni),
talsvert um annars konar nafnorð og ekki eða varla um að ræða eign af nokkru tagi
(t.d. salan á henni, verðmiðinn á honum, ástandið á henni, morðið á honum) og slangur
af dæmum þar sem málfræðileg greining orðanna er ekki sú sem beðið var um
(t.d. brotið [var] á honum, skákhreyfingin á honum miklar þakkir að gjalda, stórséð á
henni).
tunga25.indb 85 08.06.2023 15:47:16