Orð og tunga - 2023, Síða 95
86 Orð og tunga
b. Einhversstaðar hefur skrattinn á honum gullnámuna
sína. (Halldór Kiljan Laxness 1968:59)
c. Nonni er í Alsír, beinið á honum. Ég ætti eiginlega
að stinga af til útlanda, ein, þegar hann kemur aftur.
(Blogg 2006)
d. en elsta dóttir mín lögfræðingurinn, slær sér nú upp
á MÍNUM ómegasýrum. Beinið á henni. Geri hana
arflausa. (Athugasemd við blogg 2007)
e. ætli óléttakonan heimti svo ekki bernes. Ófétið á
henni. (Athugasemd á samfélagsmiðli 2012)
f. Maður komst jafnvel varla á klósettið fyrir henni Sigur
björgu, enda þótt manni dauðlægi á. Það var alveg
eins og hún lyktaði það, ófétið á henni, hvenær sem
ég þurfti að fara þangað, og flýtti sér þá sjálf, þó hún
þyrfti þess alls ekki. (Ingimundur 1943:225)
g. Draslaraskúffan var upprætt með látum. Hún barðist
hetjulega – hún má eiga það kvikindið á henni. (Blogg
2009)
h. mig grunar líka að hann hafi þvegið fötin mín drjólinn
á honum og það gerir álagið enn meira. (Athugasemd
á samfélagsmiðli 2008)
En leit með fjölmörgum öðrum skammaryrðum, sumum harla al
geng um, skilaði engum niðurstöðum. Það fundust t.d. engin dæmi
um á honum eða á henni í kjölfar bjáninn, djöfullinn, drullusokkurinn,
durt urinn, fábjáninn, fávitinn, gerpið, hálfvitinn, lúsablesinn, montrassinn,
ódámurinn, óhræsið, óþokkinn, rottan, skítseiðið, skrattakollurinn eða þrjót
ur inn. Nú er ekki útilokað að eitthvað af þessu sé til, eða hafi verið
það; þetta hafi einfaldlega ekki ratað í tiltækar heimildir. En það er
nokkuð ljóst að X þinn er miklu virkara mynstur, þar virðist hægt að
nota nánast hvaða skammaryrði sem er.
Engin dæmi hafa fundist um X á honum/henni þar sem nafnorðið er
jákvætt, *snillingurinn á honum/henni; engin slík voru sjáanleg í dæma
lista Risamálheildarinnar (2019) og netleit með ýmsum hrós yrðum skil
aði engu. Það er því ljóst að X á honum/henni hefur mun þrengra notk
unarsvið en X þinn, fyrra mynstrið virðist ekki koma fyrir í jákvæðu
samhengi og í neikvæðu samhengi er mengi skammaryrða þar miklu
minna en í X þinn. Nafnorðin sem hafa fundist við þessa athugun á
undan á honum/henni eru ekki nema níu talsins: beinið, drjólinn, hel vít
ið, kvikindið, melurinn, merkikertið, ófétið, skrattinn og skömmin.
tunga25.indb 86 08.06.2023 15:47:16