Orð og tunga - 2023, Side 96

Orð og tunga - 2023, Side 96
Katrín Axelsdóttir: Að eiga það sem maður er 87 Það þarf kannski ekki að koma á óvart að mynstrið X á honum/ henni sé ekki sérlega virkt eða frjótt. Ýmsar aðrar leiðir má fara við að hallmæla þriðja aðila (þótt vissulega sé illmögulegt eða útilokað að segja t.d. *ófétið hans, *skömmin hennar) og sumar af þeim leiðum eru væntanlega rótgrónari í málinu. Hér er oft notað miðstigið af mikill: (hann er nú) meira ófétið, (hún er nú) meiri hálfvitinn. Þá er helvítis eða annað blótsyrði oft sett á undan nafnorði með greini: helvítis beinið, djöfuls(ins) asninn. Einnig er algengt að nota hvílíkur, þvílíkur og óttalegur (og ýmis önnur merkingarskyld lýsingarorð) á undan nafnorðinu sem er þá greinislaust (hvílíkt óféti, þvílíkur hálfviti, óttalegt kvikindi). Enn ein leiðin er að hafa en sá á undan nafnorðinu: en sá þrjótur, en það óféti og svo er hægt að bæta sá arna (eða atarna) aftan við nafnorðið: skömmin sú arna, helvítið atarna. Sumir þessara kosta eru einnig, og ekki síður, notaðir um annað en fólk: (þetta er nú) meiri vitleysan, hvílík vitleysa, en sú vitleysa. Þetta kann að valda því að umrædd mynstur eru algengari en önnur og af þeim sökum opnari.22 Þessi fjöldi leiða við að hallmæla þriðja aðila gæti varpað ljósi á litla virkni mynstursins X á honum/henni. En hér má ekki gleyma að sumar leiðirnar má einnig fara þegar fólk er ávarpað: (þú ert nú) meiri hálfvitinn, hvílíkur hálfviti (sem þú ert).23 Þrátt fyrir það er X þinn afar virkt mynstur. Hér hefur verið talað um ýmsar leiðir við að hallmæla fólki. En rétt er að taka fram að leiðirnar eru ekki alltaf jafnfærar. Orðið helvíti sem skammaryrði um mann er hægt að nota í helvítið þitt, helvítið á þér, helvítið á honum/henni og helvítið atarna. En um mann væri varla sagt ?hvílíkt helvíti, ?meira helvítið eða ?en það helvíti. Í slíku samhengi myndi helvíti væntanlega frekar vera skilið sem slæmur staður eða ástand. Það þarf því e.t.v. ekki að koma á óvart að helvítið á honum/ henni sé algengast sambandanna sem fundust um X á honum/henni. En það gæti auðvitað líka stafað af því að helvíti sé einfaldlega tiltölulega algengt skammaryrði almennt. 6.3 Hversu þekkt eru samböndin? Sum sambandanna níu sem dæmi fundust um innan mynstursins X 22 Við margt af þessu er gjarna bætt endemis eða einhverju öðru blótsyrði: (hann er nú) meiri endemis þrjóturinn, (hún er nú) meiri helvítis hálfvitinn, hvílík andskotans vitleysa, en sá djöfulsins þrjótur. 23 Hugsanlega er orðalagið en sá X einnig notað í ávörpum en það er þó mun kunnuglegra í umræðu um þriðja aðila. tunga25.indb 87 08.06.2023 15:47:16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.