Orð og tunga - 2023, Page 106
Rósa Elín og Þórdís: Íslenskfrönsk orðabók 97
2.1 Textasöfn
Íslensk textasöfn hafa verið í hraðri þróun á undanförnum tveimur
ára tugum og er Lexía (og fyrirrennari hennar ISLEX) unnin með
hjálp nokkurra textasafna. Eftirfarandi textasöfn hafa verið notuð:
Ís lenskt textasafn, Mörkuð íslensk málheild, Tímarit.is og Risamálheildin
(sjá nánari umfjöllun hjá Halldóru Jónsdóttur og Þórdísi Úlfarsdóttur
2019). Það síðastnefnda er nýjasta textasafnið og er það mikið að
vöxt um, með yfir milljarð lesmálsorða (Steinþór Steingrímsson o.fl.
2018). Risamálheildin hefur nýst m.a. til að auka orðaforða raf rænu
orðabókanna en að auki eru textasöfn góð uppspretta að notk un ar
dæmum og geta gefið mikilvægar upplýsingar um merkingu orða.
Við val á frönskum jafnheitum og þýðingar á notkunardæmum
hefur ritstjórn franska markmálsins m.a. notast við textasafnið Frantext
(Base textuelle Frantext) sem hefur að geyma 265 milljónir lesmálsorða.
Um er að ræða markaða málheild með 5571 texta, aðallega skáldverk,
en um 10% af textunum eru vísindagreinar. Málheildin var unnin hjá
ATILF (Analyse et Traitement Informatique de la Langue Française)
sem er franskt rannsóknasetur um máltækni.
2.2 Beygingar og hljóð
Beygingar íslensku orðanna eru gefnar með tenglum í Beygingarlýs
ingu íslensks nútímamáls (BÍN). Þetta fyrirkomulag kemur að mestu í
stað hinnar hefðbundnu leiðar í prentuðum orðabókum sem er sú að
sýna beygingarendingar eða beygingarflokk fyrir aftan uppflettiorðin.
Þegar smellt er á tengilinn „beyging“ opnast beygingardæmi við
komandi orðs í heild sinni. Þetta krefst ekki eins mikillar kunnáttu
notandans í íslenskri málfræði. Þess má þó geta að sumir notendur
sakna þess að sjá ekki í sjónhendingu þátíðarendingu sagnorða og
eignarfall eintölu nafnorða, eins og hefð er fyrir að birta í prentuðum
bókum, en þær raddir hafa samt ekki verið háværar hingað til.
Raunar eru sýndar eins konar kennimyndir við flest lýsingarorð og
sagnorð og hefur það einkum verið gert í tilraunaskyni, en beygingar
nafnorða og fornafna vantar. 2
2 Hér er ekki um að ræða hefðbundnar kennimyndir. Lýsingarorð eru sýnd í
karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni nefnifalli eintölu og stigbreyting er sýnd
í karlkyni nefnifalli eintölu; í sagnorðum er sýnd 1. og 3. persóna eintölu í
framsöguhætti nútíðar, 3. persóna eintölu í framsöguhætti þátíðar auk núliðinnar
tíðar. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort beygingarendingar nafnorða verða
sýndar en slíkt verkefni væri allumfangsmikið.
tunga25.indb 97 08.06.2023 15:47:16