Orð og tunga - 2023, Page 108
Rósa Elín og Þórdís: Íslenskfrönsk orðabók 99
sýnt með orðastæðu. Dæmi um þetta er undir orðinu heljartak: óttinn
náði heljartökum á honum. Þar kemur fram að forsetningin á er notuð
með nafnorðinu heljartak. Ekki eru á ferðinni raunveruleg ritdæmi
með heimildarvísun eins og tíðkast í sumum orðabókum heldur eru
þau tilbúin. Helsta uppspretta dæmanna eru textasöfn (sbr. 2.1) en
þau hafa nýst mjög vel til að búa til dæmi. Ekki hafa þó verið teknar
heilar setningar úr textum og þær gerðar að notkunardæmum heldur
er þeim breytt eftir hentugleikum og oft eru búnar til stuttar setningar
úr lengra máli. Stundum hefur komið fyrir að dæmum hafi verið
breytt (frá því sem er í ISLEX) til að endurspegla betur eðlilegt málfar
á frönsku. Í flettunni kona var m.a. upphaflegt dæmi lögfræðingur
fyrir tækisins er kona. Þetta hljómar ankannalega á frönsku þar sem í
frönsku eru til kvenkynsmyndir flestra starfsheita, til dæmis bætist
e aftan við starfsheitið avocat ‘lögfræðingur’ og verður avocate ef um
er að ræða konu, og instituteur ‘grunnskólakennari’ verður institutrice
í kvenkyni. Dæminu var því breytt í læknirinn hans er kona þar sem
médecin ‘læknir’ er eitt af nokkrum starfsheitum á frönsku sem hafa
sömu mynd óháð kyni.
Alls eru í Lexíu um 32.000 notkunardæmi. Stór hluti dæmanna er
í sagnorðaflettum (um þriðjungur) og er ástæða þess sú að lýsing á
merkingu, notkun og setningargerð sagna skýrist mjög vel með því
að sýna dæmi. Sagnorð eru samt aðeins 8% af orðaforðanum.
2.5 Merkingarsvið
Ein arfleifðin frá ISLEX er sú að öllum orðaforða orðabókarinnar er
skipt í merkingarflokka sem eru sérstök gagnategund í gagnagrunnin
um. Merkingarflokkarnir eru m.a. starfsheiti, hús bún að ur, dýr, jarð
fræði (að miklu leyti nafnorð); aldur, ánægja, á stand, dug leysi, fjár
hag ur, heilsa, holdafar, litur, lögun (að miklu leyti lýs ing ar orð);
breyt ing, dauði, dvöl, hreyfing (að miklu leyti sagn ir). Merk ing ar
flokkarnir voru unnir eftir ákveðnu kerfi sem var út búið fyrir verk
efnið og tóku þeir að nokkru leyti mið af flokkun hug tak anna í Stóru
orðabókinni um íslenska málnotkun. Mest voru þeir þó handunnir jafn
óðum, þ.e. flokkur hvers orðs var færður inn undir viðkomandi flettu.
Flokkarnir eru um 500 talsins og mjög misstórir. Þeir stærstu eru
yfir 1000 orð en þeir minnstu aðeins nokkrir tugir orða eða minni.
Orðabókin hefur að langmestu leyti verið unnin eftir merk ing ar
flokkunum en ekki í stafrófsröð eins og áður tíðkaðist. Orðið kart
afla tilheyrir t.d. bæði flokkunum gras og matur og kennari til heyrir
tunga25.indb 99 08.06.2023 15:47:16