Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 130
Ágústa Þorbergsdóttir og Guðrún Kvaran: Mannanafnaskrá 121
2.3 Viðbrögð við útgáfu mannanafnaskrár
Það voru ýmsir sem gerðu athugasemdir við val nafna á manna
nafna skrá. Hermann Pálsson, fyrrverandi prófessor við Edin borgar
háskóla, skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins þar sem hann kallaði
mannanafnaskrána „tilræði við íslenska menningu“ og taldi að skráin
gæti leitt til þess að útlendum heitum og ýmiss konar nafnskrípum
sífjölgi en þjóðlegum nöfnum hnigni að sama skapi (Hermann Páls
son 1992). Hann nefnir að mannanafnanefnd hafi átt kost á nýta sér
tvær bækur. Báðar tók greinarhöfundur sjálfur saman (sjá Hermann
Pálsson 1960 og 1981). Hermann tekur fram í greininni að menn sakni
ýmissa nafna sem þóttu prýðileg áður en mannanafnanefnd kom til
skjalanna. Enn eitt atriði nefnir hann sem huga hefði þurft að en það
sé greinarmunur á sérnöfnum og samnöfnum sem hann telur óheppi
leg sem mannanöfn (1992:2):
… enda bregður nú fyrir ýmiss konar nöfnum sem aldrei hafa
tíðkast í nafnaforðanum fyrr en á síðustu árum. Brá, Dögg,
Stúlka, Gná og Íma myndu vafalaust ekki verða jafn oft fyrir
vali og nú verður, ef nafngjafar vissu meira um eðli nafna.
Í stað þess að njóta hins mikla valds sem alþingi hefur gefið
mannanafnanefnd af undarlegu rænuleysi, þá hefði hún átt
að fræða fólkið betur um nöfn og nafnasiði.
Nafnið Stúlka hefur reyndar ekki komist á mannanafnaskrá en aftur
á móti er þar að finna nafnið Drengur sem hefur þó ekki verið mikið
notað hér á landi (sbr. Guðrúnu Kvaran 2011:159).
Baldur Jónsson prófessor (1991:30) sagði í grein í Málfregnum að
tvennt hefði helst vakið athygli sína við að fletta mannanafnaskránni
frá 1991: „Annað er það hve rýr nafnaforði okkar virðist vera. Hitt
er það hve mikið er hlutfallslega um erlend nöfn og andkannaleg.
Auðvitað vantar ýmislegt á skrána, en eigi að síður má gera ráð fyrir
að þarna séu þegar komin flestöll nýtilegustu nöfnin sem Íslendingum
eru tiltæk og lögin leyfa.“
Það voru fleiri sem gerðu athugasemdir við mannanafnaskrána
sem kom út 1991. Í fréttabréfi Ættfræðifélagsins frá desember 1991
er sagt frá mannanafnaskránni og þar gerir Hólmfríður Gísladóttir
formaður Ættfræðifélagsins athugasemdir við erlend nöfn á listanum
sem hún taldi að ættu ekki heima á íslenskum nafnalista þótt þau
séu á Þjóðskrá. Þar nefnir hún nöfn eins og Anja, Dana, Edit, Natalína,
Ninja, Tanja, Tatjana og Arent, Edgar, Harry, Ivan, Janus, Ulrik, Tandri.
tunga25.indb 121 08.06.2023 15:47:17