Orð og tunga - 2023, Page 133
124 Orð og tunga
unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum íslenskum forn
ritum í nafnmynd sem ekki brýtur í bága við íslenskt málkerfi.
Vinnulagsreglurnar voru svo festar í sessi á þann hátt að þær voru
teknar upp í greinargerð með núgildandi lögum um mannanöfn (1996)
en þó að frátalinni skilgreiningunni á því hvað telst vera íslenskt nafn
og einnig því að gælunöfn teldust ekki heimil. Vinnulagsreglurnar
hafa nokkrum sinnum verið uppfærðar, síðast í mars 2022. Þrátt fyrir
þessar vinnulagsreglur urðu áfram deilur um úrskurði nefndarinnar
og stundum rötuðu þær deilur í fjölmiðla.
Í áðurnefndri grein eftir Halldór Ármann Sigurðsson í Íslensku
máli (1993b:16–25) kemur fram sú skoðun að óhjákvæmilegt sé að
greina á milli tvenns konar („óíslenskra“) nafna, ,,annars vegar til
tölu lega nýlegra nafna eins og Andreas og Angelíka og hins vegar
fornra nafna eins og Dufþakur og Kormlöð“. Telur hann ólíklegt að
löggjafinn hafi viljað reisa skorður við notkun ýmissa fornra nafna
úr fornbókmenntum Íslendinga. Ekki leið á löngu þar til manna
nafna nefnd undir formennsku Halldórs Ármanns bætti eftirfarandi
karl mannsnöfnum inn á mannanafnaskrá samkvæmt úrskurði nr.
95/1994.
Aðalráður, Aðils, Alrekur, Arnmóður, Ásgautur, Ásröður,
Baugur, Bjarnharður, Bjólan, Björnólfur, Bresi, Dómaldur,
Dufgus, Dugfús, Dufþakur, Eldgrímur, Elfráður, Eylaugur,
Finn geir, Finnvarður, Freyviður, Gautrekur, Gautviður, Geir
leifur, Geirröður, Geirþjófur, Gellir, Grankell, Guðleikur,
Gunn röður, Gunnvaldur, Haddur, Hafgrímur, Hallgarð ur,
Hall gils, Háleygur, Hárekur, Hásteinn, Heinrekur, Herfinnur,
Her laugur, Hildir, Hjallkár, Holti, Hólmfastur, Hrolleifur,
Hró aldur, Hróðgeir, Hróðólfur, Hrói, Hrútur, Hrærekur,
Hún röð ur, Játgeir, Karli, Kjallakur, Koðrán, Kolskeggur,
Kvaran, Leiðólfur, Loðmundur, Melkólmur, Mýrkjartan,
Odd kell, Odd mar, Otkell, Ósvífur, Sigfastur, Skefill, Skíði,
Smið ur, Stein finn ur, Steinkell, Steinröður, Stórólfur, Styr
björn, Sölvar, Úlf kell, Valbrandur, Vékell, Vélaugur, Vémun
dur, Þang brand ur, Þjóðrekur, Þjóstólfur, Þorbrandur, Þor
gautur, Þor gísl, Þorgnýr, Þórhaddur, Þórhalli.
Talsvert færri fornum kvenmannsnöfnum var bætt á mannanafnaskrá
enda mun fleiri karlmenn en konur nefndir með nafni í Landnámu
og fornsögum. Samkvæmt úrskurði nr. 90/1994 var eftirtöldum kven
mannsnöfnum bætt við skrána.
tunga25.indb 124 08.06.2023 15:47:17