Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 134
Ágústa Þorbergsdóttir og Guðrún Kvaran: Mannanafnaskrá 125
Arnóra, Álfgerður, Ásleif, Ásný, Ásvör, Dagheiður, Freyleif,
Gauthildur, Gefjun, Geirbjörg, Geirhildur, Geirlöð, Geirríður,
Gjaflaug, Grélöð, Hallkatla, Hallvör, Hildiríður, Hjálmgerð
ur, Kjalvör, Kormlöð, Niðbjörg, Oddleif, Otkatla, Sæhildur,
Sölva, Vilgerður, Þorgríma, Þorlaug, Þórodda, Ægileif.
Í báðum úrskurðunum kemur fram að nöfnin séu ýmist rétt mynduð
íslensk nöfn eða hafi unnið sér menningarhelgi og þar með hefð í
íslensku máli og fullnægi því skilyrðum laga nr. 37/1991 um manna
nöfn.
Sum þessara nafna hafa verið notuð eitthvað fram eftir öldum en
verið mjög óalgeng og því ekki tekin í upphaflegu mannanafnaskrána
frá 1991. Þar á meðal eru nöfnin Arnóra, Ásný, Haddur, Hildir, Holti,
Hrói, Styrbjörn, Þorgnýr, Þorlaug og Þórhalli. Dæmi um nöfn sem ekki
er vitað til að hafi tíðkast síðan á landnáms eða þjóðveldisöld en hafa
verið tekin upp eftir að þeim var bætt á mannanafnaskrá 1994 eru
Álfgerður, Bresi, Eldgrímur, Kjalvör, Steinkell, Úlfkell, Þangbrandur og
Þjóðrekur. 4
2.4.2 Nöfn og tilbrigði af nöfnum
Í ýmsum tilvikum eru til tilbrigði af nöfnum. Dæmi um þetta eru
nöfnin Friðrika og Friðrikka; Elfa og Elva; Soffía og Sofía; Adolf og Adólf;
Auðun og Auðunn; Benóní og Benóný sem skráð eru sem tvímyndir
á mannanafnaskránni frá 1991, þ.e. þannig var litið á að þau væru
í raun tilbrigði af einu og sama nafni. Baldur Jónsson (1991:30)
bendir á að ekki sé alltaf ljóst hvaða viðmið hafi verið notuð til að
skilja á milli nafna og nafnbrigða á skránni og bendir á að þar teljist
Elenóra og Elinóra vera tilbrigði af sama nafni en Emelía og Emilía
tvö nöfn. Ljóst er að erfitt hefur verið að halda fullu samræmi enda
getur þarna haft áhrif hversu löng hefð er fyrir nafnbrigðunum
og hversu góðar heimildir eru til um þau. Sum nöfn hafa margar
myndir á mannanafnaskrá og sem dæmi um það má nefna Richard,
Rikharð, Rikharður, Ríkarður, Ríkharð og Ríkharður og Elenora, Elenóra,
Eleonora, Elínora, Elinóra og Elínóra. Reynt hefur verið að greina á milli
mismunandi ritmynda og nafnmynda. Ritmynd var það nefnt þegar
ekki var til að dreifa neinum framburðarmun, svo sem Elvar og Elfar
en ef nafnið hafði hins vegar tvær eða fleiri myndir sem born ar voru
fram á mismunandi hátt var talað um nafnmyndir, svo sem Björg ólfur
4 Hér er stuðst við upplýsingar úr Íslendingabók.
tunga25.indb 125 08.06.2023 15:47:17