Orð og tunga - 2023, Page 135
126 Orð og tunga
og Björgúlfur. Þessi aðgreining ritmynda og nafnmynda á manna
nafna skrá gat reynst snúin (Hagstofa Íslands 2010) og er hún ekki
lengur viðhöfð. Á mannanafnaskránni á vefnum island.is er þó enn
til greint að ákveðin eiginnöfn séu ritbrigði af öðrum nöfnum, t.d. er
eiginnafnið Carl skráð ritbrigði af Karl og Maria ritbrigði af María.
Í mannanafnalögunum frá 1996 er í 3. málslið 5. gr. tekið fram að
eiginnafn skuli ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls
nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Í greinargerð með frumvarpinu
kemur fram að með ákvæðinu eigi að koma í veg fyrir að hróflað
sé við rithætti rótgróinna nafna en jafnframt að veita heimild fyrir
ritmyndum sem hafa unnið sér hefð. Með ákvæðinu um að nafn
samræmist íslenskri stafsetningu er jafnframt stuðlað að samræmingu
á rithætti nafna. Benda má á að það er til hagræðis að ekki séu mörg
ritháttarafbrigði af nöfnum því að erfiðara getur verið að finna fólk
t.d. í skrám ef margir möguleikar eru á stafsetningu nafns. Ákvæðið
hafði enn fremur þau áhrif að tökunöfn, sem hefðu ekki unnið sér hefð
í íslensku máli, væru óheimil nema ritháttur þeirra væri í samræmi
við íslenskar ritvenjur.
Ritháttur nafna getur oft verið tilfinningalega mikilvægur og skipt
máli fyrir þann einstakling sem nafnið ber og fjölskyldu hans. Á
grund velli áðurnefndra vinnulagsreglna er viðurkenndur mis mun
andi ritháttur ýmissa nafna. Í manntölum eða í Þjóðskrá má finna
fleiri myndir af ýmsum nöfnum sem í sjálfu sér er einnig hefð fyrir en
ekki hefur verið óskað eftir þeim og þær því ekki á mannanafnaskrá.
Á undanförnum áratugum hefur verið talsverður áhugi á rithætti
nafna með endinguna arr í nefnifalli eintölu þótt hún sé ekki í sam
ræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Slík nöfn eru ævinlega rituð
með einu ri samkvæmt stafsetningu nútímamáls. Þrátt fyrir þetta
hafa ýmis nöfn með endingunni arr verið færð á mannanafnaskrá, svo
sem Annarr, Hávarr, Hnikarr, Ísarr, Sigarr og Sævarr og í úrskurðum um
nöfnin kemur fram að aðeins annað rið er hluti af stofni þeirra og því
eru ekki rituð tvö r í aukaföllum. Í úrskurðum mannanafnanefndar
um nöfn sem enda á arr kemur fram að nefndin vísar til þess að
umrædd nöfn komi fyrir í fornum heimildum og megi jafna því við
það að viðkomandi ritháttur hafi öðlast menningarhelgi, sbr. 5. gr.
áðurnefndra vinnulagsreglna.
tunga25.indb 126 08.06.2023 15:47:17