Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 136
Ágústa Þorbergsdóttir og Guðrún Kvaran: Mannanafnaskrá 127
2.5 Gömul nöfn en þó ný á mannanafnaskrá
Mörg nöfn, sem bæst hafa við mannanafnaskrá, eru gömul og óal
geng. Það skiptir fjölskyldur oft miklu máli að viðhalda ákveðnum
nöfn um eða jafnvel að endurvekja gamalt fjölskyldunafn. Nöfnin
Abigael, Bergjón, Daðína, Díómedes, Einína, Erasmus, Fídes, Geirhjörtur,
Mýrmann, Rósinkara, Stefanný og Vagnfríður eru dæmi um nöfn sem
fóru ekki inn á skrána 1991 vegna þess hve nafnberar voru fáir en
hafa síðar bæst við hana þar sem mannanafnanefnd hefur samþykkt
beiðni fyrir því að nöfnin væru færð á mannanafnaskrá. Nú hefur um
nokkurra ára skeið verið unnt að fletta upp í Íslendingabók framætt
sinni og hefur það án efa haft áhrif á nafnaval og leit að gömlum
nöfnum sem notuð voru í fjölskyldunni áður fyrr.
3 Breytingar á nafnavali
Ef mannanafnaskráin frá 1991 er borin saman við þá sem nálgast má á
netinu sést að mjög margt hefur breyst á rúmlega 30 árum. Hér verða
nefnd fáein atriði sem blasa við þegar skráin er skoðuð vandlega.
3.1 Erlend nöfn
Með lögum um mannanöfn, sem samþykkt voru 1996, var ekki leng
ur tilskilið að nafn skyldi vera íslenskt og síðan hefur nöfnum af er
lendum uppruna fjölgað mjög á mannanafnaskrá. Sú þróun er í takt
við fjölgun erlendra ríkisborgara hérlendis en einnig vilja margir
íslenskir foreldrar gefa börnum sínum alþjóðleg nöfn. Í lögunum frá
1996 var áfram ákvæðið frá 1991 um að eiginnafn megi ekki brjóta í
bág við íslenskt málkerfi og við bættist nýtt ákvæði um að eiginnafn
skuli vera ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema
hefð væri fyrir öðrum rithætti þess.
Í upplýsingaveitunni island.is er hægt fletta í úrskurðarsafni
manna nafna nefndar allt frá árinu 2001 og sjá rökstuðning nefndar
inn ar fyrir höfnun eða samþykki nafns. Í skýrslu eftirlitsnefndar með
manna nafnalögum er yfirlitstafla yfir úrskurði mannanafnanefndar
árið 2004 (sjá Dögg Pálsdóttir o.fl. 2005:20). Þar kemur fram að manna
nafnanefnd hafi samþykkt u.þ.b. þrjá fjórðu af þeim nafn beiðn um
sem bárust það árið og tekið fram að það hlutfall samþykktra nafna
sé nokkuð dæmigert frá því að nafnalögin 1996 tóku gildi. Athygli
tunga25.indb 127 08.06.2023 15:47:17