Orð og tunga - 2023, Page 143
134 Orð og tunga
Nafnið Aríel var fært á mannanafnaskrá sem karlmannsnafn (Aríel,
Aríel, Aríel, Aríels) árið 1997 (mál 55/1997) en var jafnframt fært á skrá
sem kvenmannsnafn (Aríel, Aríel, Aríel, Aríelar) árið 2017 (mál 45/2017).
Í úrskurðinum kemur m.a. fram að erlendis hefði nafnmyndin Aríel
unnið sér hefð sem kvenmannsnafn og að nafnið hefði litla hefð sem
karlmannsnafn hér á landi.
Nafnið Júlí var fært á mannanafnaskrá sem karlmannsnafn (Júlí,
Júlí, Júlí, Júlís) árið 1996 (mál 116/1996) en samþykkt á mannanafnaskrá
árið 2018 (mál 53/2018) sem kvenmannsnafn (Júlí, Júlí, Júlí, Júlíar). Í
úrskurðinum segir m.a. að mannanafnanefnd telji sýnt að nafnið Júlí
eigi sér ekki ríka hefð í íslensku og að enda þótt nafnið hafi verið
notað sem karlmannsnafn á Íslandi verði ekki á því byggt að nafnið
geti ekki í íslensku máli einnig verið kvenmannsnafn.
Nafnið Alex (Alex, Alex, Alex) var fært á fyrstu útgáfu manna
nafnaskrár 1991 sem karlmannsnafn og er orðið töluvert algengt sem
slíkt enda þótt það sé fremur ungt í íslensku. Kvenmannsnafninu Alex
(Alex, Alex, Alexar) hafði verið hafnað í tvígang af mannanafnanefnd
(mál 76/2013 og 69/2017) með þeim rökum að of rík hefð væri fyrir því
að Alex væri notað sem karlmannsnafn hér á landi og engin dæmi um
að það væri notað sem eiginnafn konu. Það var niðurstaða manna
nafnanefndar að nafnið gæti einvörðungu talist karlmannsnafn í
ís lensku og að það myndi ganga gegn 2. mgr. 5. gr. að viðurkenna
það sem kvenmannsnafn. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úrskurð
mannanafnanefndar úr gildi árið 2019 (mál nr. E2125/2018) og er
kven mannsnafnið Alex því nú komið á mannanafnaskrá. Orðrétt segir
í dómnum: „Er ekki unnt að fallast á að lög standi til þess að hefð nafns
sem annað hvort karlmannsnafn eða kvenmannsnafn geti þannig
alfarið staðið því í vegi að nafnið verði notað um annað kyn en hefðin
segir til um í þeim tilvikum þegar nafn er þess eðlis málfræðilega að
það er „kynlaust“.“ Ekki er nánar skilgreint í dómnum hvað felst í
málfræðilegu kynleysi.
Mikilvæg breyting varð með gildistöku laga um kynrænt sjálfræði
árið 2019 en þá var ákvæðið í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um að
stúlkum skuli gefin kvenmannsnöfn og drengjum karlmannsnöfn fellt
brott. Brottfall þess ákvæðis opnar þann möguleika að nöfn geti einn ig
verið hvorugkyns og þar með kynhlutlaus. Lítið stendur um nafngjöf í
lögunum um kynrænt sjálfræði en þar stendur þó að jafnhliða breyttri
skráningu einstaklings á kyni í Þjóðskrá hafi hann rétt á að breyta
nafni sínu. Ef nafn er á mannanafnaskrá geta allir fengið að taka það
upp óháð því hvort um er að ræða konu eða karl eða einstakling sem
tunga25.indb 134 08.06.2023 15:47:17