Orð og tunga - 2023, Page 151
142 Orð og tunga
• Í Múlatorfu í SuðurÞingeyjarsýslu var tóft, líklega gamalt
hesthús sem hét Helvíti. Þar í grenndinni voru fjárhúsin Valhöll
og Paradís.
Horngrýti ‘helvíti‘
Örnefnið Horngrýti er skráð á a.m.k. 15 stöðum:
• Á Ánastöðum í VesturHúnavatnssýslu var býli með þessu
nafni sem búið var í um tíma á 17. öld.
• Á Tjörn í VesturHúnavatnssýslu var kofatóft sem hét svo.
• Í Fagranesi í Skarðshreppi í Skagafirði er klettahorn fram í sjó
og mjög stórgrýtt fjara sem var ill yfirferðar nefnd þessu nafni.
Paradís var þar nærri, fornt uppsátur.
• Á Ögmundarstöðum í Staðarhreppi í Skagafirði er mjög grýtt
svæði (áður túngarðshorn) nefnt svo.
• Á Hraunum í Fljótum í Skagafirði er ræma meðfram bæjar
læknum með þessu nafni. Var áður grýtt ólundarland en síðar
sléttað og heitir síðan Paradís.
• Á YtraKálfskinni og Hátúni í Eyjafirði eru Horngrýti, illa þýfð
stykki, annað kallað krappaþýft.
• Á Ósi í Arnarneshreppi, Eyjafirði var torfkofi með þessu nafni.
• Á Espihóli í Eyjafirði hét neðsta hornið á túninu Horngrýti.
• Á YtriTjörnum í Eyjafirði var túnblettur í norðvesturhorninu
(„norður og niður“), og var nafnið líklega gefið vegna stórgrýtis
sem þar var og illslægt.
• Á Sörlastöðum í Fnjóskadal, SuðurÞingeyjarsýslu. Þar var
„leiðinlega þýft og illa seigt og erfitt í slætti og lúalegt í rakstri.“
• Á Narfastöðum í Reykjadal, SuðurÞingeyjarsýslu var stök
þúfa í túninu með þessu nafni.
• Í Skálanesi í Vopnafirði var klettahorn, endi á granda, nefnt
Brimhorn en einnig Horngrýti. Þar var og gamalt og lélegt hús
með sama nafni, Horngrýti.
• Í Möðrudal, NorðurMúlasýslu var hlaða við fjárhús nefnd
Horngrýti en fjárhúsið Grýti.
• Í Heydölum, SuðurMúlasýslu var rótlaus leirpyttur með
þessu nafni.
tunga25.indb 142 08.06.2023 15:47:17