Orð og tunga - 2023, Page 152
Svavar Sigmundsson: Blótsyrði og örnefni 143
Guðmundur Finnbogason (1927:220) skrifaði um þetta orð í grein
sinni Bölv og ragn: „Horngrýti merkir líka eggjagrjót, og væri hugsan
legt, að óbænin væri upphaflega sú, að menn lentu í eggjagrjótsurðir,
lentu í ófærum, eða þá að þeir yrðu urðaðir utan garðs [...]“.
Víti
Víti er allalgengt örnefni, ekki síst um varasama staði, dý eða þess
háttar, t.d. í samsetningunni Vítiskíll á Víkingavatni, NorðurÞing
eyjarsýslu. Hann var áður illfær hestum (örnefnaskrá). Einnig er
nafnið til um staði þar sem sláttur var erfiður, t.d. á Lækjarbug,
Hraun hreppi, Mýrasýslu, þar sem Víti var stórþýft. Víti er einnig haft
um gíga í eldfjöllum, t.d. í Öskju og Stóra og LitlaVíti eru við Kröflu
og á Þeistareykjabungu í SuðurÞingeyjarsýslu.
Satan
Þó að Satan sé ekki beint blótsyrði á íslensku eru tvö örnefni kennd
við hann:
• Satansflói sem er lítill flói, mjög blautur á Hlaðhamri í Bæjar
hreppi, Strandasýslu.
• Satansflói sem er blautur flói á Kollsá í sama hreppi.
Skratti
Skrattinn sjálfur kemur víða fram í örnefnum. Þar má nefna sem
dæmi:
• Skrattabæli er hvammur í Haukagili í Hvítársíðu. Þar fennti fé
1925.
• Skrattaskál er mjög stórgrýttur botn á Þorgrímsstöðum í Vestur
Húnavatnssýslu.
• Skrattavarða er dys galdrahjónanna Kotkels og Grímu frá Leið
ólfsstöðum (Skrattavarði í Laxdælu) í landi Þorbergsstaða í
Dalasýslu.
Kollus eða Köllus
Á Reykjum í Skarðshreppi í Skagafirði er stór steinn úti í sjó. Hann
fer á kaf um flóð en er allur upp úr um fjöru. „Hann heitir Kollur
tunga25.indb 143 08.06.2023 15:47:17