Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 160
Ágústa Þorbergsdóttir og Guðrún Kvaran: Kveikja nýrra nafna 151
2.2 Ljós, húm, myrkur
Birtan er öllum lífsnauðsynleg og hafa foreldrar oft leitað eftir birtu
nöfnum á börn sín. Birtingur, Birtir og Birtna, Stirnir og Stjarna og sam
settu nöfnin Bjartmey, Heiðbjartur, Snæbjartur og Sæbjartur eru dæmi
um slík nöfn sem bætt hefur verið á mannanafnaskrá á því tímabili
sem hér er fjallað um. Í þennan flokk mætti einnig setja nöfn in Glóa
og Skær.
Ekki eru nema fáeinir áratugir frá því að farið var að gefa nafnið Sól
ósamsett en fjöldi nafnbera hefur aukist ár frá ári, einkum þeirra sem
bera nafnið sem síðara af tveimur (sbr. nafnaleit Hagstofu Íslands).
Samsetningum hefur fjölgað á síðasta aldarfjórðungi og má þar nefna
sem dæmi Sólhrafn og Sólúlf, sem áður voru nefnd í dýraflokknum,
og kvenmannsnöfnin Íssól, Maísól, Morgunsól, Náttsól, Snæsól, Sóldögg,
Sólheiður, Sólín, Sólkatla, Sólrós, Sæsól og Vetrarsól.
Færri nafnberar tengjast myrkrinu en sólinni og eru nöfnin öll
fremur ung. Ósamsett eru Dimma, Myrk, Myrkva, Myrkvar, Myrkvi,
Rökkva, Rökkvi, Skugga, Skuggi en samsett Dimmblá, Dimmey, Myrktýr,
Myrkey, Rökkurdís og Svarthöfði (Guðrún Kvaran 2016).
2.3 Veður og haf
Tiltölulega fá ný nöfn tengjast veðrinu en nefna má Bylur, Garri, Kaldi,
Stormur og samsett Stormey. Nýlega voru kynlausu nöfnin Frost,
Snæfrost og Regn færð á mannanafnaskrá og Logn er á lista yfir milli
nöfn. Blær, Gola, Varmi og Ylur tilheyra þessum flokki. Blær í merk
ingunni ‘andvari, vindgustur’ var lengst af karlmannsnafn en sam
kvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2013 er það nú einnig
kven mannsnafn. Döggvi og Ísdögg eiga einnig heima hér en kven
manns nafnið Dögg hefur verið notað a.m.k. í átta áratugi.
Hafið hefur verið uppspretta nafna allt frá elstu tíð (Guðrún Kvaran
2013). Samsetningar með Haf annars vegar og Sæ hins vegar eru
fjölmargar. Frá síðustu þrjátíu árum má nefna Haf alda, Hafey, Hafrós,
Haftýr og Sæbjört, Sæbrá, Sædóra, Sæsól, Sæbjartur og Sæmar.
3 Bókmenntir og kvikmyndir
Nöfn Íslendinga hafa öldum saman verið sótt til fornbókmenntanna
og mynda þau kjarnann í nafnaforða landsins. Síðar bættust við
tunga25.indb 151 08.06.2023 15:47:17