Orð og tunga - 2023, Page 161

Orð og tunga - 2023, Page 161
152 Orð og tunga annars konar bókmenntir eins og skáldsögur, innlendar og þýddar, og ljóð. Hjá sumum nöfnum var lengi sneitt eins og t.d. nafninu Gróa sem fékk neikvæðan blæ af persónunni Gróu á Leiti í leikriti Jóns Thoroddsens Pilti og stúlku. Á síðari árum má sjá að nöfn eru sótt í Biblíuna, barnabækur og vinsælar kvikmyndir, einkum barnamyndir en breytingar á nafna­ lögum 1996 hafa gert fólki kleift að velja erlendan rithátt sem áður var óheimill. 3.1 Biblían Fjölmörg nöfn, sem gefin voru síðasta aldarfjórðunginn, eiga rætur að rekja til rita Biblíunnar (Guðrún Kvaran 2012). Að sjálfsögðu þarf að hafa í huga þann fyrirvara að nöfn þurfa ekki að vera valin vegna þess að þau koma fyrir í Biblíunni. Þau geta komið aðra leið inn í íslenskan nafnaforða. Nöfnin hafa hugsanlega verið notuð í fjölskyldunni eða verið valin vegna þess að þau þykja falleg. Nafnið Aron hefur t.d. verið mjög vinsælt á Íslandi síðustu áratugi en væntanlega er ekki öllum kunnugt um að Aron var eldri bróðir Móse og var útnefndur fyrsti æðsti prestur Ísraelsmanna. Nafnið Aríel kemur fyrir í Biblíunni en er meðal yngra fólks þekktara úr sögunni um Litlu hafmeyjuna (Disney­kvikmynd). Spámannanöfnin Amos, Esekíel og Zakaría eru öll á mannanafnaskrá. Zakaría er ritað Sakaría í Biblíunni, a.m.k. í yngri útgáfum. Nafn spá­ mannsins Elía er einnig á mannanafnaskrá sem karlmannsnafn en Elía er þar einnig sem kvenmannsnafn og nafn spámannsins Sefanía fór á mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn. Karlmannsnöfnin Abraham, Ísrael, Gídeon, Rúben, Immanúel og Efraím og kvenmannsnöfnin Debóra og Naomí eru þekkt nöfn úr Biblíunni sem fóru á mannanafnaskrá síðasta aldarfjórðunginn. Nafn Rafaels erkiengils í Tóbítsbók, einni apókrýfu bókanna, hefur verið samþykkt á skrána en dæmi um minna þekkt Biblíunöfn eru Híram, Abel, Asael, Nikanor, Ísmael og Mordekaí sem eru á mannanafnaskrá yfir eiginnöfn drengja og Atalía, Júdea, Tamar, Tirsa og Súlamít yfir eiginnöfn stúlkna. Þá eru ónefnd tvö karlmannsnöfn, sem ekki eru nefnd í Nýja testa­ mentinu en tengjast óneitanlega fæðingu Jesú, en það eru vitringarnir Kaspar og Melkíor. Nafn þriðja vitringsins, Baltasars, hefur verið notað hér á landi frá síðari hluta 20. aldar og hefur náð miklum vinsældum en áhrifin koma væntanlega úr annarri átt. tunga25.indb 152 08.06.2023 15:47:17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.