Orð og tunga - 2023, Page 162
Ágústa Þorbergsdóttir og Guðrún Kvaran: Kveikja nýrra nafna 153
3.2 Fornbókmenntir
Allmörg nöfn hafa í áranna rás verið sótt til bókmennta af öllu tagi.
Á tímabilinu, sem er til umræðu, bættust á mannanafnaskrá ýmis
nöfn úr fornum bókmenntum, t.d. SnorraEddu og eddukvæðum.
Þaðan eru runnin nöfnin Fjalarr á dverg í dvergatali Völuspár og
úr Hávamálum og Gjúki úr Völsunga sögu, Hymir úr Hymiskviðu,
Kjárr úr Skáldskaparmálum og Atlakviðu, Kvasir sem skapaður var
úr hráka ása og vana, Ónarr úr dvergatali Völuspár, Skaði, kona
Njarðar í Nóatúnum, úr SnorraEddu, Vili, sem var bróðir Óðins, Vár,
hjúskapargyðja í Þrymskviðu, Skuld, ein örlaganornanna, Grímnir,
Óðinsheiti í Grímnismálum og Váli, sonur Loka, og annar Váli sonur
Óðins, í SnorraEddu, Ullur var einn goðanna tengdur bogfimi og
skíðamennsku og Skrýmir var annað nafn ÚtgarðaLoka. Nefna má
einnig hér að á síðustu árum hafa eiginnöfnin Ásynja, Skjaldmey,
Valkyrja og Jötunn verið samþykkt á mannanafnaskrá.
Úr Íslendingasögum má nefna Mýrúnu, dóttur Írakonungs, úr
Landnámu og Raknar úr Þorskfirðinga sögu, Hálfdanar sögu Eysteins
sonar og Bárðar sögu Snæfellsáss. Refur kemur fyrir í KrókaRefs sögu
og Gísla sögu Súrssonar, Styrr í Eyrbyggja sögu, Vakur í Kjalnesinga
sögu og Kakali, viðurnefni Þórðar kakala Sighvatssonar í Sturlungu.
3.3 Yngri bókmenntir og kvikmyndir
Úr yngri bókmenntum og kvikmyndum hafa bæst við á manna nafna
skrá nöfnin Þyrnirós og Ugluspegill sem koma fyrir í gömlum erlend um
sögum. Villimey, Þula, Þúfa, Heikir, Viljar og fleiri eru væntan lega sótt
í sagnaflokkinn Ísfólkið eftir Margit Sandemo en Þúfa kemur einnig
fyrir í Bárðar sögu Snæfellsáss. Míríel, Dynþór og Þjóðann eru nefnd í
Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien. Hugsanlega er fyrirmyndir einnig
að finna í vinsælum kvikmyndum, s.s. Ripley í Alienkvikmyndunum
og Aríel í kvikmynd Walt Disneys. Nala er á sama hátt líklega sótt til
kvikmyndar Walt Disneys um konung ljónanna, Míó í söguna Elsku
Míó minn eftir Astrid Lindgren og Ronja í Ronja ræningjadóttir, aðra
vinsæla barnabók eftir sama höfund. Úr þýddum bókmenntum má
nefna að Ófelía kemur fyrir í leikritinu Hamlet eftir Shakespeare og
Birtingur í samnefndri sögu eftir Voltaire.
tunga25.indb 153 08.06.2023 15:47:17