Orð og tunga - 2023, Síða 163
154 Orð og tunga
4 Grísk og rómversk goðafræði
Allmörg nýleg nöfn á mannanafnaskrá koma fyrir í grískri og róm
verskri goðafræði. Þar má nefna himnaguðinn Seif, stríðsguðinn Ares,
veiðigyðjuna Artemis, barnsburðargyðjuna Eileiþíu, gríska ástarguðinn
Eros og rómverska ástarguðinn Amor, Merkúr sem var rómverskur
guð verslunar og ferðalaga, mánagyðjuna Lúnu í rómverskum goð
sögn um, risann Atlas í grískri goðafræði. Þalía er gyðja gleðileikja
og Úranía gyðja stjörnufræðinnar, Íkarus er með vængi úr fjöðrum
og Orfeus er söngvari og hörpuleikari. Nöfnin Elektra, Angelía, Senía
(oft ritað Xenía), Delía, Aríaðna koma einnig fyrir í grískum goðsögum
en eru ekki eins þekkt. Sjá má að fólk leitar oft í fornbókmenntir og
goðafræði að nöfnum sem eru sjaldgæf eða hafa jafnvel aldrei verið
notuð sem eiginnöfn.
Lokaorð
Í greininni eru dregnir fram fáeinir flokkar nafna sem sóttir eru í
náttúruna, bókmenntir eða gríska og rómverska goðafræði til þess að
sýna að margt getur orðið kveikjan að nýju nafni. Náttúran er auðug
uppspretta hvort sem um er að ræða ljós eða myrkur af einhverju
tagi, vindinn sem stundum er í hvíld en stundum lætur hressilega
í sér heyra, hafið, úfið eða slétt, og til jurta og steinaríkisins má
endalaust finna efni í eiginnöfn. Lengi hefur verið sótt í eldri íslenskar
bókmenntir í leit að nöfnum, en nöfn úr yngri bókmenntum, íslensk
um sem erlendum, verða sífellt algengari og erlendar barnamyndir
hafa bæst í þann flokk á síðari árum. Enn eru sótt í Biblíuna nöfn sem
þykja óvenjuleg eða falleg.
Stundum er erfitt að leita að og ákvarða uppruna nafna. Nöfnin
Aþena og París eru á mannanafnaskrá og gætu verið sótt í gríska goða
fræði. Aþena var viskugyðjan og prinsinn París nam Helenu fögru á
brott og var það kveikjan að Trójustríðinu. Vel má samt vera að ýmsir
tengi nöfnin Aþena og París frekar við borgir en gríska goðafræði.
Kvenmannsnafnið Róm er einnig á mannanafnaskrá og liggur beinast
við að líta á það sem borgarheiti á Ítalíu sem á vissan hátt tengist
rómverskri goðafræði. En í öðrum tilvikum geta nokkrar skýringar
komið til greina. Mars var guð hernaðar hjá Rómverjum til forna, eftir
honum var plánetan Mars nefnd, en mars er einnig einn af mánuðum
tunga25.indb 154 08.06.2023 15:47:17