Orð og tunga - 2023, Page 173
164 Orð og tunga
Vestratorg, Norðratorg, Austratorg og Suðratorg eftir dvergunum
Vestra, Norðra, Austra og Suðra sem héldu himnin um uppi sam
kvæmt Gylfaginningu SnorraEddu. Enn hefur þó ekki orðið úr bygg
ingarframkvæmdum á þessu svæði.
Seinustu hverfin sem skipulögð voru árið 2002 voru Gufunes og
Geldinganes. Í Gufunesi var ákveðið að nota konungaheiti og sæ kon
ungaheiti úr dróttkvæðum en endingarnar bót og bás, annars vegar á
svæði á landfyllingu en hins vegar vegna tengingar við sjóinn. Löngu
síðar var haldið áfram með þetta skipulag og meðal nafna sem tekin
hafa verið í notkun eru Þengilsbás og Hilmisbás en bæði þessi nöfn
voru í upphaflega gagnabankanum. Sækonungaheitin hafa aftur á
móti verið tekin í framhald á Bryggjuhverfinu í Grafarvogi og má þar
m.a. finna Beimabryggju, Buðlabryggju, Endilsbryggju og Gjúka bryggju.
Á Geldinganesi var ákveðið að nota endingarnar fjara og blá en
síðara orðið merkir ‚mýri‘. Fjörunöfnin áttu að vera með forliðum
sem væru skeljanöfn (t.d. Öðufjara, Kuðungafjara, Doppufjara og Krækl
ingafjara). Bláarnöfnin áttu annars vegar að vera almenn og sótt í
náttúruna (Vindblá, Breiðablá og Hamrablá) en hins vegar valkyrjunöfn
úr dróttkvæðum og SnorraEddu (Gunnarblá, Hlakkarblá, Kárublá og
Hrundarblá) og þar var eitt sjónarmið að nota kvenkynsnöfn andstætt
Gufunesinu þar sem sækonungaheitin eru karlkyns. Enn hefur þó
ekki verið haldið áfram með skipulag á Gufunesi.
Nýtt úthverfi borgarinnar sem starfshópurinn hefur fengið að
glíma við nýlega er á Esjumelum við Vesturlandsveg í námunda við
Kjalarnes. Árið 2018 lagði hópurinn til að notuð yrði endingin slétta
en nöfnin yrðu kennd við málma (Gullslétta, Silfurslétta, Járnslétta,
Málmslétta, Bronsslétta, Koparslétta, Steinslétta og Kalkslétta). Þessi nöfn
má nú finna í Borgarvefsjá.
Þessi upptalning sýnir hversu umhugað starfshópnum hefur verið
um tengslin við náttúruna og menninguna. Menningararfurinn úr
SnorraEddu og dróttkvæðunum hefur nýst vel enda eru þar fjölmörg
falleg og vannýtt íslensk heiti. Með því að nota þau í götunöfn kemst
á samband við nýja kynslóð sem elst upp í götu en rekst ef til vill
löngu síðar á kunnugleg orð í SnorraEddu. Starfshópnum hefur líka
verið umhugað um fjölbreytni. Auðvitað hafa verið ákveðin vonbrigði
hversu margar góðar hugmyndir hafa ekki komist í framkvæmd en
ekki má gleyma því að sveigjanleiki er mikilvægur.
tunga25.indb 164 08.06.2023 15:47:17