Orð og tunga - 2023, Page 174

Orð og tunga - 2023, Page 174
Ármann Jakobsson og Guðrún Kvaran: Götunöfn í Reykjavík 165 3 Efnahagskreppan sem skall á árið 2008 og breytt viðhorf í borgar­ skipulagi höfðu vitaskuld heilmikil áhrif á starf götunafna starfs­ hópsins en hann var sveigjanlegur og tók öllum verkefnum vel. Það hefur líka reynst skemmtileg áskorun að bæta við götunöfnum í gróin hverfi. Þar hefur sjónarmiðið verið að búa ekki til nýjar end­ ingar heldur reyna að fylgja siðvenjum sem fyrir voru í hverfinu og bætar þar við nöfnum sem hljóma eins og þau hafi alltaf átt að vera á þessum stað. Ein fyrsta viðbótin af þessu tagi var í Grafarholti, í Þúsaldarhverfinu þar sem Þórhallur Vilmundarson hafði verið helsti ráðgjafinn þegar kom að nafngiftum. Nöfnin þar voru sótt í kristni­ tökuna árið 1000 og að sjálfsögðu vildi starfshópurinn virða hans starf þegar kom að því að bæta við litlu hverfi í jaðri hins stærra. Ákveðið var að sækja nöfnin þar til Haukdælaættarinnar en úr henni komu tveir fyrstu biskupar á landinu: Ísleifur Gissurarson og Gissur Ísleifsson en Dalla hét kona Ísleifs. Ákveðið var að stofnbrautin í þessu litla hverfi héti Haukdælabraut en aðrar götur Ísleifsgata, Gissurargata og Döllugata. Nefndin lagði einnig til Teitsgötu sem kennd var við Teit Ísleifsson sem fóstraði Ara fróða en sú gata var slegin af þegar nöfnin voru komin. Við höfnina í Vesturbæ Reykjavíkur urðu til nýjar götur upp úr aldamótum og hópnum þótti eðlilegt að líta til götunafna á sama svæði: Bárugötu, Öldugötu, Ránargötu og Ægisgötu. Við bættust Hlés­ gata, Rastargata og Lagargata en allt eru þetta sævarheiti úr Snorra­ Eddu. Flóknara var að bæta við einu götuheiti í Laugarneshverfi nálægt Kirkjusandi og Laugarnesvegi en þá var hægt að sækja í söguna. Laugarneshverfið er kennt við hinn forna Laugarnesbæ og þar bjó í elli sinni Hallgerður langbrók sem vitaskuld hefði verðskuldað að eignast götuheiti þegar götur voru nefndar Gunnarsbraut, Njálsgata, Bergþórugata og Kárastígur en þá var Hallgerður skilin eftir, væntanlega vegna óvinsælda meðal þáverandi yfirvalda. Okkar starfshópur vildi bæta úr þessu og lagði því til nafnið Hallgerðargata á nýja götu nyrst í Laugarneshverfinu og hlaut þetta góðar undirtektir borgaryfirvalda sem fannst eins og starfshópnum að illa hefði verið gengið fram hjá Hallgerði. En það hefði þó ekki endilega átt við að troða nafni hennar hvar sem er heldur er það sérstaklega viðeigandi í Laugarnesi þar sem hún bjó sjálf. Meðal annarra verkefna af sama tagi sem nefna mætti eru nýjar götur í Háaleitishverfi. Þar voru áður Ofanleiti, Miðleiti og Efstaleiti og tunga25.indb 165 08.06.2023 15:47:17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.