Orð og tunga - 2023, Page 174
Ármann Jakobsson og Guðrún Kvaran: Götunöfn í Reykjavík 165
3
Efnahagskreppan sem skall á árið 2008 og breytt viðhorf í borgar
skipulagi höfðu vitaskuld heilmikil áhrif á starf götunafna starfs
hópsins en hann var sveigjanlegur og tók öllum verkefnum vel. Það
hefur líka reynst skemmtileg áskorun að bæta við götunöfnum í
gróin hverfi. Þar hefur sjónarmiðið verið að búa ekki til nýjar end
ingar heldur reyna að fylgja siðvenjum sem fyrir voru í hverfinu og
bætar þar við nöfnum sem hljóma eins og þau hafi alltaf átt að vera
á þessum stað. Ein fyrsta viðbótin af þessu tagi var í Grafarholti, í
Þúsaldarhverfinu þar sem Þórhallur Vilmundarson hafði verið helsti
ráðgjafinn þegar kom að nafngiftum. Nöfnin þar voru sótt í kristni
tökuna árið 1000 og að sjálfsögðu vildi starfshópurinn virða hans
starf þegar kom að því að bæta við litlu hverfi í jaðri hins stærra.
Ákveðið var að sækja nöfnin þar til Haukdælaættarinnar en úr henni
komu tveir fyrstu biskupar á landinu: Ísleifur Gissurarson og Gissur
Ísleifsson en Dalla hét kona Ísleifs. Ákveðið var að stofnbrautin í þessu
litla hverfi héti Haukdælabraut en aðrar götur Ísleifsgata, Gissurargata
og Döllugata. Nefndin lagði einnig til Teitsgötu sem kennd var við Teit
Ísleifsson sem fóstraði Ara fróða en sú gata var slegin af þegar nöfnin
voru komin.
Við höfnina í Vesturbæ Reykjavíkur urðu til nýjar götur upp úr
aldamótum og hópnum þótti eðlilegt að líta til götunafna á sama
svæði: Bárugötu, Öldugötu, Ránargötu og Ægisgötu. Við bættust Hlés
gata, Rastargata og Lagargata en allt eru þetta sævarheiti úr Snorra
Eddu. Flóknara var að bæta við einu götuheiti í Laugarneshverfi
nálægt Kirkjusandi og Laugarnesvegi en þá var hægt að sækja í söguna.
Laugarneshverfið er kennt við hinn forna Laugarnesbæ og þar bjó
í elli sinni Hallgerður langbrók sem vitaskuld hefði verðskuldað að
eignast götuheiti þegar götur voru nefndar Gunnarsbraut, Njálsgata,
Bergþórugata og Kárastígur en þá var Hallgerður skilin eftir, væntanlega
vegna óvinsælda meðal þáverandi yfirvalda. Okkar starfshópur vildi
bæta úr þessu og lagði því til nafnið Hallgerðargata á nýja götu nyrst
í Laugarneshverfinu og hlaut þetta góðar undirtektir borgaryfirvalda
sem fannst eins og starfshópnum að illa hefði verið gengið fram hjá
Hallgerði. En það hefði þó ekki endilega átt við að troða nafni hennar
hvar sem er heldur er það sérstaklega viðeigandi í Laugarnesi þar
sem hún bjó sjálf.
Meðal annarra verkefna af sama tagi sem nefna mætti eru nýjar
götur í Háaleitishverfi. Þar voru áður Ofanleiti, Miðleiti og Efstaleiti og
tunga25.indb 165 08.06.2023 15:47:17