Orð og tunga - 2023, Page 175

Orð og tunga - 2023, Page 175
166 Orð og tunga til að halda í þetta kerfi bætti starfshópurinn við heitunum Lágaleiti og Jaðarleiti en það síðarnefnda er í jaðri hverfisins. Þá var bætt við Vörðuleiti sem þótti passa við Hvassaleiti. Þegar nýtt hverfi varð til á Hlíðarenda þótti starfshópnum einnig rétt að nota áfram endinguna ­hlíð sem teygir sig víða um borgarlandslagið. Vegna þess að nýja hverfið er í námunda við Valsvöllinn gamla þótti Valshlíð smekklegt nafn og þá eðlilegt að bæta við fleiri ránfuglum og til urðu Haukahlíð, Fálkahlíð, Arnarhlíð og Smyrilshlíð. Raunar var Smyrilsvegur áður til í Reykjavík en starfshópnum hefur ekki þótt rétt að forðast alfarið götur með lík nöfn. Þannig voru nöfn ásynja notuð í Brunnahverfi þó að einstaka götur á Skólavörðuholti hétu líka eftir þeim. Líka hefur verið byggt við Vogahverfið og þar var reynt að bæta við nöfnum sem féllu svo vel við þau sem fyrir voru að jafnvel nefndin sjálf myndi ekki endilega hver hún hafði valið. Meðal nafna sem þar bættust við voru Kuggavogur, Arkarvogur, Trilluvogur og Drómundarvogur. Allt eru þetta skipaheiti og hið sama á við um heitin sem áður voru notuð í Vogahverfinu: Karfavogur, Eikjuvogur, Barðavogur, Drekavogur. Að sjálfsögðu skipti það bæði okkur og fyrri nafngjafa máli að hverfið liggur að sjó. Meðal seinustu verkefna starfshópsins áður en við hurfum úr hon­ um vorið 2022 voru götur í grónum hverfum þar sem alltaf var reynt að láta nöfnin falla vel að því kerfi sem fyrir var og lýsir því kannski best hvernig starfshópurinn hefur litið á sig sem þjón tungumáls og borgarskipulags fremur en að fyrir honum hafi vakað að láta ljós sitt skína. Í nýju spítalahverfi sunnan við Eiríksgötu og Leifsgötu var lagt til að bæta við Þjóðhildargötu og Freydísargötu en þau nöfn eru sótt til konu Eiríks rauða og systur Leifs heppna. Sunnar var ákveðið að bæta við Hildigunnargötu og Hrafnsgötu sem yrðu kenndar við tvo sögufræga lækna þjóðveldis­ og Sturlungaaldar: Hildigunni lækni í Njáls sögu og Hrafn Sveinbjarnarson. Vitaskuld voru nöfnin ekki síst valin vegna þess að þessar götur verða í spítalahverfi. Aðeins vestar er von á götum sunnan við Sóleyjargötu og þar stakk nefndin upp á frekari blóma nöfnum, meðal annars Burknagötu, Fífilsgötu og Hvannargötu. Í hinu nýja vísindahverfi hafa bæst við Bjargargata og Torfhildargata en þar eru götur kenndar við háskólamenn og rithöfunda og þótti verð ugt að bæta þeim Torfhildi Hólm og Björgu Þorláksson í þann hóp. Þrjú síðustu verkefni okkar í starfshópnum voru nýjar götur í Höfða hverfinu, Múlahverfinu og Skerjafirðinum. Eins og áður var reynt að miða við borgarlandslagið sem fyrir var og bæta Steinhöfða, tunga25.indb 166 08.06.2023 15:47:17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.