Orð og tunga - 2023, Page 184

Orð og tunga - 2023, Page 184
Ritdómur 175 trúað því að Jónas Hallgrímsson hefði fyrstur tekið sér lambasteik í munn? Orðið, það er að segja […].“ Þó að orðið birtist líklega fyrst á prenti hjá Jónasi þá er orðmyndun af þessu tagi vel þekkt í eldri heimildum. Orðið steik er til í fornmálinu og samsetningin pottsteik er þekkt frá 14. öld (sbr. ONP). Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið kálfasteik er frá árinu 1712 og andasteik er skjalfest frá því um 1800. Þótt orðið lambasteik sjáist fyrst á prenti í riti Jónasar þá sýna framantalin dæmi að sams konar orðmyndun var vel þekkt og nær öruggt má telja að orðið lambasteik hafi verið fyrir hendi í málinu áður en Jónas notaði það í texta. Orðið lambssteik er einnig þekkt frá miðri 17. öld samkvæmt Ritmálssafninu. Þar er á ferð sams konar orðmyndun en eini munurinn er að fyrri liður er í eignarfalli eintölu en ekki fleirtölu. Auk þess má nefna að heimildir eru um danska orðið lammesteg frá því snemma á 18. öld. Það er því afar hæpið að halda því fram að orðið lambasteik sé nýmyndun Jónasar og ólíklegt að hann hafi fyrstur tekið sér það orð í munn. Önnur almenn orð í orðalistanum sem hæpið er að telja til sérstakra nýyrða eru til að mynda algrænn, alldapur, almyrkvaður, andvarpandi, áríðandi, blöskrun, burtveltandi, búðafjöldi, bæjardyraburst, dunandi, einka- móðir, hálfgrobbinn, nývaknaður, ófarinn, óþolinmóðlega og fleiri slík. 5 Aldursgreining og orð sem vantar Almennt má gagnrýna þá aðferðafræði sem viðhöfð er í bókinni við aldursgreiningu orða. Flestir málfræðingar vita að það er erfitt að meta nákvæmlega aldur einstakra orða nema þegar um er að ræða nýyrði sem hafa verið smíðuð í ákveðnum tilgangi. Nærtæk dæmi eru orð sem urðu til í kórónuveirufaraldrinum eins og grímuskylda, smitskömm og úrvinnslusóttkví. Ný orð af þessu tagi er oft hægt að aldursgreina með nokkurri nákvæmni og jafnvel tengja við tiltekinn upphafsmann. Þetta á einkum við um þau orð sem hafa orðið til á síðustu 100 árum því að þá eru fyrir hendi margvíslegar ritaðar heimildir sem eru einnig aðgengilegar í rafrænu formi og gögnin því leitarbær. Eftir því sem orðin eru eldri er aldursgreining með þessari aðferð vandasamari og um leið vafasamari enda færri textar til reiðu (sjá m.a. Ellert Þór Jóhannsson 2023). Sú aðferð að finna elsta dæmið í prentuðum eða rituðum heimildum er sjaldnast óyggjandi þótt hún geti gefið ákveðnar vísbendingar. Þótt orðið innihaldslýsing sjáist fyrst á prenti árið 1972 er ekki þar með sagt að það hafi orðið til það tunga25.indb 175 08.06.2023 15:47:18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.