Orð og tunga - 2023, Page 187
178 Orð og tunga
Þetta handrit er frá 14. öld svo að ljóst er að orðið leðurblaka er að
minnsta kosti svo gamalt og líklegast eldra. Það er því ljóst að Jónas
kom hvergi að málum þegar þetta orð varð til og því beinlínis rangt
að telja það til „orðanna hans Jónasar“.
Við nánari athugun koma í ljós allmörg orð í orðalistanum í Á
sporbaug sem auðveldlega er hægt að finna í miðaldatextum með því
að leita í ONP: andvaka, auðfundinn, ábótavant (dæmi undir ábót í ONP),
áhersla (herzla í ONP), bæjarlið, dökkvi, dagsljós, einfaldur, fólkdjarfur,
frakk neskur, friðsamlega, fuglaflokkur, fyrirburður, giftusamur, gimbill
(dæmi undir gymbill í ONP), gráblár, heiðskír, helvegur, mannsauga,
mann virki, myrkvaður/myrkvast (myrkva í ONP), nýfallinn, nývaknaður,
ófar inn, ógrátandi, ókeypis, óprýða (óprýddur í ONP), óskapaður, óþverri
(óþveri í ONP), síþyrstur, skrautlegur, umkringdur (umkringja í ONP),
örverpi. Upptalningin hér er ekki tæmandi.
5.2 Eldri dæmi í Ritmálssafninu
Í orðalistanum aftast í bókinni eru fáein orð þar sem eldri dæmi má
finna í Ritmálssafninu en í verkum Jónasar. Þetta eru meðal annars
þessi orð og hugsanlega fleiri: kennslumaður, rafurmagn, sundmaður,
sundskóli, urtafræði og þakklátsemi. Einnig má nefna að orðið fullkomnun
er í orðalistanum en dæmi um fullkomnan frá 16. öld í Ritmálssafninu.
Þetta er sérstaklega eftirtektarvert þar sem tekið er fram í bókinni að
Ritmálssafnið hafi verið ein meginheimildin til að finna elstu dæmi.
5.3 Nýyrði frá Jónasi sem vantar í orðalistann
Einnig er auðvelt að finna ýmis orð úr ritum Jónasar sem ekki eru
tilgreind í orðalistanum í Á sporbaug þar sem elsta dæmi í Rit máls
safninu er úr verkum hans og ættu þau því að flokkast sem nýyrði
Jónasar samkvæmt skilgreiningu höfundar. Það virðist til að mynda
ekki hafa verið leitað skipulega að nýyrðum í ýmsum greinum og
drögum Jónasar um náttúrufræði og jarðfræði (sbr. Ritverk Jónasar
Hallgrímssonar 1989). Nokkur slík orð eru: álandsvindur, átt fætla, bév
aður, brandugla, bringsmalaskotta, dauðleiður, dvergfálki, dýra líf, dýra
tegund, fastbundinn, fiskverkun, fiskverslun, fjallsegg, flóra (to.), flóðhæð,
flug gáfaður, fornskjal, fyrirkomulag, fýll, færaþorskur, gulbröndóttur, haf
örn, hittifyrra, hlóðahella, hnattstaða, hugsunarleysi, hundsvit, hval veiða
maður, kennslugrein, kerfjall, kvöldbjarmi, kvöldflóð, landsvala, líffæri,
tunga25.indb 178 08.06.2023 15:47:18