Orð og tunga - 2023, Qupperneq 188
Ritdómur 179
málm smíði, minningarorð, pakkapóstur, pækill, rennisléttur, samanbrotinn,
sálar ástand, seigla, sjávarhæð, sjókind, sjólag, sjóveikur, skipstjóri, skottu-
lækn ing, skriðsóley, slyppifengur, smekkmaður, snjóugla, stuttbuxur, svart
hol, sögukort, trjáugla, veðurfræði, vísindastarf, yfirborga, þremill, þræl
sterkur, æðarkolla.
Það gildir þó það sama um þessi orð og önnur sem hafa verið
tilgreind hér að þótt þau komi fyrst fyrir í verkum Jónasar er ekki
þar með sagt að hann hafi smíðað þau. Mörg þessara orða eru þó
sannarlega nýyrði (eins og t.d. orðið áttfætla) sem líklegast hafa verið
búin til af Jónasi og því hefði verið ástæða að tilgreina þau í riti sem
gefið er í skyn að innihaldi einhvers konar heildaryfirlit yfir nýyrði í
útgefnum verkum Jónasar Hallgrímssonar.
Í inngangstexta á undan orðalistanum aftast í bókinni (bls. 185)
er tekið fram að fleiri nýyrði Jónasar gæti verið að finna í dagbókum
hans og bréfum enda leitaði höfundur ekki að nýyrðum í þeim. Þetta
útskýrir þó ekki allar gloppur í listanum og flest þessara orða sem
tiltekin eru hér að framan og eru ekki nefnd í bókinni eru úr útgefnum
ritum Jónasar. Höfundur virðist því ekki hafa farið skipulega yfir rit
Jónasar önnur en þau sem fjallað er um sérstaklega, t.d. Stjörnufræði
Ursins og Sundreglur Nachtegalls. En einnig í þeim ritum sem fjallað
er sérstaklega um í bókinni má finna fleiri orð sem ættu að vera í
listanum en vantar einhverra hluta vegna. Sem dæmi má nefna að
ef leitað er í Ritmálssafninu að orðum sem fyrst birtast á prenti í
Sundreglunum koma fyrir orðin afbragðsléttur, afsveittur, fullkenna,
gjarðahólkur, kraftamunur, króklast, liðstöng, liðtaug og ofanvatns sem
ekki eru tilgreind í orðalistanum. Nýyrði í Stjörnufræði Ursins sem
Bjarni Vilhjálmsson (1944) nefnir eru tilgreind í listanum en með því
að leita í Ritmálssafninu að orðum í Stjörnufræðinni þar sem hún er
elsta heimild má finna ýmis fleiri orð og eru sum þeirra greinilega
nýyrði, t.d. ekknasjóður, fábrotinn, fornskjal, gangverk, gleikka, hásuður,
heimspekiskóli, hringbraut, kerfjall, knattborð, knattlagaður, landskiki, lauk
réttur, lögbundinn, óhaggaður, ónákvæmni, pækill, sjónarsvið, snún ings
hraði, stjörnubjartur, stórtjón, veðreiðahestur, veðurbreyting. Það er því
ljóst að aðferðum og vinnubrögðum sem lýst er í Á sporbaug hefur
ekki verið fylgt í þaula.
tunga25.indb 179 08.06.2023 15:47:18