Orð og tunga - 2023, Page 193
184 Orð og tunga
Nafnfræði
Ættarnöfn á Íslandi. Átök um þjóðararf og ímyndir. Páll Björns
son. Reykjavík: Sögufélag. 2021. (324 bls.) ISBN 9789935466
297.
Í bókinni er rakin saga deilna um ættarnöfn á Íslandi, saga sem teygir
sig aftur til 19. aldar og stendur í raun enn yfir. Verkið skiptist í fjóra
meginkafla sem hver og einn fjallar um afmarkað tímabil í sögunni. Í
fyrsta kafla er fjallað um deilur á 19. öld og fram til ársins 1913 þegar
lög um ættarnöfn voru samþykkt á Alþingi. Með þessum nýju lögum
var Íslendingum gert kleift að taka upp ættarnöfn. Í öðrum kafla er
svo fjallað um tímabilið 1913–1925, þ.e. fram að því að nafnalögum
var aftur breytt og leyfið fellt úr gildi. Í kaflanum gerir höfundur grein
fyrir þeim rökum sem fylgjendur og andstæðingar ættarnafna beittu
í deilum sínum sem gátu verið hatrammar. Í þriðja kafla er sjónum
svo beint að tímabilinu frá 1925 til okkar daga. Sagt er frá tilraunum
þingsins til að breyta nafnalögunum og fjallað er sérstaklega um deilur
sem sneru að nöfnum nýrra ríkisborgara. Í fjórða og síðasta kafla veltir
höfundur svo vöngum yfir merkingu og notkun ættarnafna í íslensku
samfélagi. Í viðauka bókarinnar hefur höfundur safnað saman lögum
um mannanöfn auk frumvarpa sem ekki voru samþykkt, það nýjasta
frá 151. löggjafarþingi 2020–2021.
Names, Texts and Landscapes in the Middle Ages. A Memorial Vo
lume for Duncan Probert. Ritstjórar: Steven Bassett og Alison J.
Spedding. Donington: Shaun Tyas. 2022. (402 bls.) ISBN 978
1907730948.
Bókin er greinasafn í tveimur hlutum, gefið út í minningu bresks
sagnfræðings, Duncan Probert, sem lést árið 2016. Fyrri hlutinn inni
heldur greinar eftir Probert sjálfan sem beina athygli að mið alda
heimildum, landslagssögu, örnefnum og mannanöfnum í Bretlandi
á miðöldum. Síðari hlutinn geymir 14 greinar eftir samstarfsfólk
hans, en þær fjalla um viðfangsefni sem voru Probert hugleikin. Þar á
meðal eru nokkrir kaflar um nafnfræði: bresk örnefni og mannanöfn,
sér í lagi á miðöldum. Margt í bókinni rímar við rannsóknir á sögu
og menningu Íslands á miðöldum en helsta ástæða þess að geta
bókarinnar í bókafregnum Orðs og tungu er kafli sem fjallar um
tunga25.indb 184 08.06.2023 15:47:18