Gátt - 2014, Blaðsíða 25

Gátt - 2014, Blaðsíða 25
25 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Fjölskyldumiðstöð í Gerðubergi og reynsla af foreldra- samstarfi í tengslum við leik- og grunnskóla í hverfinu skapa verkefninu umgjörð fyrir verkefnið til framtíðar í Breiðholti. Áætlað er að Fjölskyldumiðstöðin verði opnuð í upphafi árs 2015. Horft er til fyrirmynda á borð við Pen Green varðandi skipulag fjölskyldumiðstöðvarinnar þar sem börn eru vel- komin í opinn leikskóla, foreldrar geta fengið sér kaffi og sótt námskeið og ráðgjöf allt á einum stað. Virkt samstarf er við nokkrar lykilsstofnanir hjá borginni svo sem Borgarbókasafn, Mannréttindaskrifstofu og Náms- flokka Reykjavíkur. Verkefnið hefur verið rætt og kynnt bæði fyrir stjórnendum á Skóla- og frístundasviði sem og Skóla- og frístundaráði. Markmið þessara viðræðna eru að kalla eftir samstarfi við önnur hverfi borgarinnar um að koma á lagg- irnar sambærilegum verkefnum og samþættingu í sínum hverfum. Sem dæmi má nefna að verið er að opna glæsilega aðstöðu fyrir Borgarbókasafnið í Spönginni í Grafarvogi við hliðina á Borgarholtsskóla og skapar það fjölmörg tækifæri til samstarfs um nám og ráðgjöf fyrir brotthvarfshópinn í Grafarvogi. Ný framkvæmdaráætlun um málefni innflytjenda og endurskoðun á ferlum við afgreiðslu hælisumsókna og mót- töku hælisleitenda kalla á samþættingu milli ríkis og sveitar- félaga. Með því að þróa móttökuviðtalið þá verði stigið fyrsta skrefið bættri upplýsingagjöf og þjónustu við innflytjendur sem eru nýfluttir til landsins. Verkefnið getur vonandi nýst sem aðferð sem má aðlaga og innleiða á landsvísu. H e I M I L d I R Berglind Halla Jónsdóttir, áfangastjóri í FB. Febrúar 2014. Greining á brott- hvarfsnemendum, úr Breiðholtinu og á aldrinum 18–25 ára. Elsa Arnardóttir. (2014). Móttökuviðtal tilraunaverkefni . Reykjavík : Menntun núna. Hagstofa Íslands- sérvinnslur: Tölfræði 2012 um menntunarstig (tafla 1) og hlutfall innflytjenda í Breiðholti. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2014). Samningur við Reykjavíkur- borg vegna Breiðholtsverkefnisins Menntun Núna . Reykjavík : Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Mirela Protopapa um Phil Woods frá málþingi um Fjölmenningarborgir 16. október 2014. Rannsóknir og þjónustumat Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Guðmundur Sigmarsson. Nóvember 2013. Menntunarstig notenda fjárhagsaðstoðar. Verkefnastjórn. (2014). Úttektarskýrsla Menntunar Núna í Breiðholti. Reykja- vík: Menntun núna. U M H Ö F U N d I N N Stefanía G. Kristinsdóttir er verktaki hjá Reykjavíkur- borg, verkefnastjóri í Menntun núna í Breiðholti. Hún er með BA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands, er rekstrar- fræðingur frá Háskólanum á Bifröst, er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á stjórnun í rafrænu viðskiptaumhverfi og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi frá Háskólanum á Akureyri. Stefanía stundar nú nám í marg- miðlunarhönnun í Borgarholtsskóla. Hún starfaði í rúm sex ár sem skrifstofu- og verkefnastjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, hún starfaði í tvö ár sem verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi Austurlands og í fjögur ár sem framkvæmda- stjóri Þekkingarnets Austurlands. Frá 2011 hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri hjá eigin fyrirtæki Einurð ehf. og hefur þar fengist við ritstjórn, stefnumótun og verkefna- stjórnun. Dæmi um önnur verkefni sem hún hefur unnið að er sameining stoðstofnana á Austurlandi í Austurbrú. A b S T R A C T The main objectives of the pilot project Education now in in the Northwest Constituency and the Breiðholt neighbour- hood in Reykjavík were to raise the educational level by: • advancing the education and training of those who have not completed their secondary school education, • empowering immigrants in their Icelandic studies and at the same time to encourage the validation of the education and skills that they have acquired in another country, • encouraging the discussion and participation of the inhabitants of the education and teaching in their local community. The utmost will be done to enhance this service for the inhab- itants through education and counselling in cooperation with service providers, such as municipal authorities, secondary schools, trade unions and continuing education centres.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.