Gátt - 2014, Síða 70

Gátt - 2014, Síða 70
70 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Mynd 2 – dæmi um hæfniþátt í almennri starfshæfni. Starfsþróun og færniefling Greinir og tekur á eigin þörf fyrir símenntun og þróun til að bæta frammistöðu í starfi. Þrep 1.a Þrep 1.b Þrep 2 Þrep 3 Tekur jákvætt í ábendingar um námstækifæri Nýtir námstækifæri í umhverfinu Leitar uppi námstækifæri Skipuleggur og stýrir eigin símenntun/starfsþróun • Er jákvæður fyrir ábendingum um betra verklag. • Nýtir sér leiðsögn á uppbyggi- legan hátt í starfi • Tekur þátt í fræðslu sem snertir eigið verksvið. • Er móttækilegur fyrir nýjum hugmyndum og tækni. • Metur hvernig má bæta eigin færni. • Nýtir námstækifæri í umhverf- inu (t.d. námskeið, endurgjöf frá yfirmanni eða samstarfs- mönnum) til að öðlast þá færni sem starfið krefst. • Fer yfir eigin verk og skilgreinir það sem gekk vel, hvað hefði mátt betur fara og hvernig megi bæta eigin frammi¬stöðu. • Setur sér markmið um símenntun í starfi með aðstoð annarra. • Skilgreinir eigin þörf fyrir símenntun í samstarfi við yfir- mann. • Fylgir eftir málefnum til að við- halda þekkingu og færni. • Leitar eftir þjálfun á sviðum þar sem tækni þróast hratt. • Tileinkar sér og beitir stöðugt nýrri þekkingu og færni til að bæta eigin frammistöðu. • Setur sér námsmarkmið. • Safnar upplýsingum til að skil- greina eigin styrkleika og veik- leika í núverandi starfi. • Skilgreinir og skipuleggur eigin símenntun í tengslum við þarfir fyrir þróun í núverandi starfi. • Gerir áætlun til að ná náms- markmiðum sínum. • Fylgist með eigin framförum við að ná færnimarkmiðum og endurskipuleggur símenntunar- áætlun sína eftir þörfum um þessi mál en samstaða var í hópnum um að lýsa skyldi almennri starfshæfni á þrepi 1 (1a og 1b), þrepi 2 og þrepi 3 nú í fyrstu tilraun. Í framhaldi af þessari niðurstöðu hefur öllum hæfniþáttum í hæfnigrunni FA verið skipt á sama hátt þar sem það þykir þjóna betur markmiðum með starfsemi FA. S T A Ð A V e R K e F N I S I N S Verkefnið verður unnið áfram, eins og gert er með hefð- bundin raunfærnimatsverkefni, það er í samræmi við aðferðafræði og ferla FA. Þegar þetta er ritað er búið að vinna gátlista (skimunarlista og sjálfsmatslista) sem nýtast í raunfærnimatinu út frá þeim viðmiðum sem lýst hefur verið hér að framan. Einnig hafa verið unnar tillögur að fjöl- breyttum matsaðferðum og matstækjum til notkunar í mats- ferlinu. Þessar aðferðir byggja á hópvinnu við sjálfsmat og færnimöppugerð, lögð er áhersla á jafningjastuðning og að einstaklingar deili reynslu hver með öðrum. Auk þess er áhersla lögð á sjálfsskoðun þátttakenda, notkun raundæma, samtöl og ýmis konar verkefni. Þátttakendur eru hvattir til að finna dæmi sem byggð eru á reynslu úr eigin lífi, námi eða starfi til að sýna fram á færni í viðkomandi hæfniþætti og því þrepi sem er til hliðsjónar hverju sinni. Samkvæmt evrópureglum sem unnið var eftir í IPA- verkefninu fór fram verðkönnun fyrir framkvæmd og varð niðurstaðan sú að Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar á Akureyri, SÍMEY, mun í samstarfi við Vinnumálastofnun framkvæma raunfærnimatið nú á haustönn 2014 með 20 atvinnuleitendum. Að mati loknu verða niðurstöður birtar þannig að ein- staklingur getur séð á hvaða þrepum hæfni hans er. Þannig fær hann skýra mynd af því hvar styrkleikar hans liggja og hvaða hæfni megi styrkja, kjósi hann svo. Gert er ráð fyrir að þátttakendur fái niðurstöður sínar meðal annars settar fram eins og sýnt er á mynd 3. Grunnleikniþættirnir fjórir og starfs- hæfniþættirnir 11 eru á ysta hringnum og staða einstaklings- ins birtist með bláu línunni út frá stöðu hans miðað við hæfni- þrep í hverjum þætti. Eftir því sem einstaklingurinn hefur meiri styrkleika, samkvæmt þessari skilgreiningu á almennri starfshæfni, verður flöturinn sem bláa línan afmarkar stærri. 0 1 2 3 4 Aðlögunarhæfni Ábyrg nýting Mat og úrlausnir Starfsþróun og færniefling Söfnun og úrvinnsla upplýsinga Vinnusiðferði og gildi Jafnréttisvitund ÖryggisvitundÁrangursrík samskipti Samvinna Skipulag og áætlanir Lestur/læsi Ritun Talnaskilningur Upplýsingatækni 3 2 1b 1a Mynd 3 – dæmi um niðurstöður einstaklings úr raunfærnimati á almennri starfshæfni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.