Gátt - 2014, Page 81

Gátt - 2014, Page 81
81 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 þess að setja sig í spor annarra og reyna að horfa á málið út frá þeirra sjónarhorni. Að beita virkri hlustun er þjálfun, bæði í orðræðu og viðbrögðum. Þannig felast viðbrögð þess sem beitir virkri hlustun í fleiru en beinum spurningum eins og til dæmis líkamstjáningu. Samband leiðbeinanda og fullorðins námsmanns þarf að byggjast á trausti, virðingu, hreinskilni og samvinnu. Full- orðnir vilja að hin nýja þekking nýtist þeim í leik og starfi og vilja fá að vera með í að skipuleggja námið og þar með taka ábyrgð á því. Hinn fullorðni námsmaður þarf því að eiga hlutdeild í ákvörðunarferlinu enda er meginmarkmiðið að ná fram aukinni sjálfsvitund námsmanns, aukinni sjálfs- ábyrgð á náminu og virkjun innri hvatningar til að auka færni sína. Hugmyndafræði markþjálfunar á því fullt erindi inn í fullorðinsfræðsluna enda miðast samband leiðbeinanda og námsmanns að því að auka sjálfsvitund námsmannsins og efla hann sem einstakling. Meðal þess sem vert er að hafa í huga varðandi hlutverk leiðbeinanda er eftirfarandi: • Ekki segja til heldur leiðbeina, láta lítið fyrir sér fara. Gæti verið einna erfiðast fyrir leiðbeinandann að tileinka sér það hlutverk að vera ekki eingöngu sér- fræðingur sem er fenginn til að miðla af sinni þekk- ingu heldur sá sem á að aðstoða námsmanninn við að virkja innri hvatningu, finna leiðina að markmiðinu og þannig skapa náms- og/eða færnieflingu í því ferli. • Virk hlustun. Leiðbeinandi hlustar af alúð og virð- ingu og leitast við að skilja einstaklinginn án þess að dæma. Leiðbeinandi leitast við að taka líka eftir því sem er látið ósagt og spyrja nánar út í það. Gæta verður þó að því að viðtalið fari ekki úr böndunum og umræðan snúist um mál sem þarfnast sérfræðiað- stoðar eða meðferðar. • Virkjun innri hvatningar. Leiðbeinandi ýtir undir frumkvæði og sjálfsöryggi og hvetur einstaklinginn til að taka ákvarðanir í eigin málum. Leiðbeinandi veitir stuðning með því að spyrja hvernig til hafi tekist og hvað hafi haft áhrif á úrlausn mála. H e I M I L d I R Agnes Sigurðardóttir (2010). Venjur til árangurs. Óbirt BS-ritgerð. Reykjavík: Háskóli Íslands. Arnold, J. (2009). Coaching Skills for Leaders in the Workplace. How to deve- lop, motivate and get the best from your staff. Oxford: How To Books Ltd. Dennis, D. (e.d.). The Connection between Coaching and Adult Learning Theory. Sótt 28.4.2013 á http://mlqcoaching.org/coaching/Coaching-and- Adult-Learning.pdf Illeris, K. og Berri, S. (ritst., 2005). Tekster om voksenlæring. Learning lab Denmark: Roskilde Universitetsforlag. Illeris, K. (2005). Brjótum ísinn. Í Ingibjörg E. Guðmundsdóttir o.fl. (ritstj.). Gátt, ársrit um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun. Reykjavík: Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins. Illeris, K. (2011). The Fundamentals of Workplace Learning. Understanding How People Learn in Working Life. London: Routledge. Jette Dige Pedersen (2012). Markþjálfun innan íslenskra fyrirtækja og tengsl markþjálfunar við hugmyndir um lærdómsfyrirtæki. Óbirt MA-ritgerð. Reykjavík: Háskóli Íslands. Matilda Gregersdotter o.fl. (2013). Markþjálfun. Vilji, vit og vissa. Reykjavík: Forlagið. Smith, J. (2010). The lazy teacher‘s handbook. How your students learn more when you teach less. Bethel: Crown House Publishing Company LLC. Stoltzfus, T. (2010). Coach Training Workbook. Coach22. Sótt 28.4.2013 á http://www.coachingmission.com/CTT/CTTworkbookcmi.pdf Unnur Ósk Pálsdóttir (2011). Markþjálfun og handleiðsla. Leiðir til árangurs. Óbirt BA-ritgerð. Reykjavík: Háskóli Íslands. Wikipedia. Alfræðiorðasafn á netinu, www.wikipedia.org. U M H Ö F U N d I N N Guðfinna Harðardóttir starfar sem sérfræðingur hjá Fræðslu miðstöð atvinnulífsins. Hún hefur lokið MA-prófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, cand. mag.-prófi í þýsku frá Kaupmannahafnarháskóla, BA-prófi í þýsku frá HÍ ásamt námi í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda frá HÍ. Helstu verkefni Guðfinnu hjá FA tengjast gæðamálum og kennslufræði fullorðinna. Áður starfaði hún sem sér- fræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Hagstofu Íslands og sem þýskukennari við Verzlunarskóla Íslands. Leiðsögn um geðleik (psychodrama).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.