Læknaneminn - 01.10.1993, Síða 35

Læknaneminn - 01.10.1993, Síða 35
ekki lengur lifað bærilegu lífi í þessum heimi, var ekkert athugavert við það að menn styttu sér aldur, en aðeins svo fremi sem það var gert að yfirveguðu máli og án alls tilfinningahita. Marcus Arelius orðaði þessa hugsun á eftirfarandi hátt: "Efþér Jinnst þú ráðvilltur og getur ekki náð áttum í lífinu farðu þá með jákvœðu hugarfari á ajvikinn stað þar sem þú skalt drottna, eða jafnvel láta þig hverfa úr þessu lífi, ekki í reiði heldur í einfaldleika, af sjálfstœði og lítillœti, þá hefur þú að minnsta kosti gert þetta vel í lífinu, þó ekki sé annað. " (2) Sjónarmið þetta er ekki ósvipað þeim hugmyndum sem félagar The Hemlock Society hafa sett fram. Forvígismaður samtakanna, áðurnefndur Derek Humphrey heldur því fram að sjálfsvíg geti bæði verið framið af skynsömum og óskynsömum hvötum. Þau sjálfsvíg sem ekki geta talist skynsamleg að mati Humphreys eru órétdætanleg og ber að koma í veg fyrir, svo fremi sem nokkur kostur er. Hinsvegar ítrekar hann það að til séu sjálfsvíg sem eru réttlætanleg, það eru vel áformuð sjálfsvíg skynsamlega ígrunduð og hann kýs að nefna sjálfslíknardráp (autoeuthanasia). Slík sjálfsvíg eða sjálfslíknardráp má réttlæta siðferðilega að mati Humphreys sé viðkomandi annarsvegar haldinn ólæknandi sjúkdómi sem veldur viðkomandi ómældum þjáningum og hinsvegar að viðkomandi eigi við svo alvarlega fötlun að stríða sem viðkomandi getur ekki sætt sig við og líkur á bata eru litlar sem engar. Eftirfarandi þættir eru síðan mælikvarði á réttmæti breytninnar: 1. Að vera fulltíða einstaklingur. 2. Að um sé að rœða vel ígrundaða ákvörðun. 3. Að sjálfsvíg verði ekki framið skyndilega í kjölfar fregna um lifshættulegan sjúkdóm og að lœknisaðstoðar verði leitað fyrst eftir slík tíðindi. 4. Að lœknir viðkomandi einstaklings hafi fengið vitneskju og viðbrögð hans tekin til greina. 5. Hafa lokið við erfðaskrá. 6. Að sjá til þess að aðrir blandist ekki inn í athæfið á þann hátt sem túlka rnætti á einhvern hátt glœpsamlegan eða ámælisverðan fyrir lögum. 7. Skilja eftir skilaboð er tilgreina ástæðu sjálfsvígs. Hér vekur athygli að mikið er lagt upp úr samráði við lækna þegar lagt er á ráðin um sjálfsvíg. Staða læknisins er mikilvæg og því nauðsynlegt eins og ég nefndi hér á undan að hann geri sér grein fyrir því hvers eðlis þetta mál er, ekki síst svo hann sjálfur megi verða sáttur við störf sín og eigin afstöðu. VERÐUR DAUÐEVN EINHVERN TÍMAN VALINN AF SKYNSEMI? Spuming þessi “verður dauðinn einhvem tíman valinn af skynsemi?” þarf læknir sá sem hyggst geta sinnt skjólstæðingi sínum í sjálfsvígshugleiðingum að geta svarað. En vandamálið sem við er að etja er það að hér fyrirfinnst ekkert eitt svar, engin ein rétt og góð Iausn sem getur leyst úr þessu máli. Hér emm við komin að heimspeki læknisfræðinnar sem felst í því að vega og meta erfið áhtamál og takast að finna viðeigandi lausn sem nýtist í starfi. Þegar átt er við heimspeki læknisstarfsins eða annarra starfa heilbrigðisstétta er í flestum tilvikum um siðferðileg áhtamál að ræða sem em viðkvæmari en önnur mál. Læknir sem gerir mistök í starfi sætir mun meiri gagnrýni heldur en til dæmis bifvélavirki sem eyðileggur bíl viðskiptavinarins þegar hann reynir að gera við hann. Munurinn liggur fyrst og fremst í því að læknirinn fæst við manneskjur en bifvélavirkinn dauða hluti. Mistök í meðferð á dauðum hlumm eins og bflum má bæta en þegar læknisfræðileg mistök eiga sér stað er oft erfitt að bæta fyrir. Örkuml til dæmis verða aldrei bætt að fullu. Heimspekileg fæmi er því síður en svo innantómt kjaftæði sem ekki á erindi í læknisfræðina, heldur þvert á mód má taka undir með Páli Skúlasyni professor þar sem hann lét þau orð falla eitt sinn í kennslustund að heimspekin væri “það hagnýtasta af öllu hagnýtu, því heimspekinni er ætlað að þroska dómgreindina sem er mælikvarðinn á rétt og rangt. ” En verður sjálfsvíg einhvemtírrum vahð af einhverri skynsemi? Hér togast á ýmis sjónarmið sem vert er að gefa gaum. Heimspekingurinn Philip E. Devine heldur því fram að til þess að menn ged vahð skynsalega verði þeir að vita hvað raunverulega felst í því sem þeir velja. Sjálfsvíg að undangenginni vandlegri umhugsun geta menn vissulega valið að hans mati en sjálfsvíg er þess eðlis að ekkert verður um það vitað hvað raunverulega felst í þessu vah. Að velja dauðann LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg. 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.