Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 74
áfram að það sé ákveðið öryggisnet í okkar samfélagi
sem tryggir það að enginn okkar minnstu bræðra falli
milli skips og bryggju og verði af þeirri þjónustu sem
samfélagið býður upp á. Einnig að við tökum okkur
tak og gerum meira en að ræða um fyrirbyggjandi
aðgerðir, heldur látum verkin tala í þeim efnum.
Nú hefur orðið mikil sprengja í tækni og þekkingu
innan lœknisfrœðinnar og menn eru farnir að sjá fram
á nánast óendanlega möguleika í lœknismeðferð. Sú
meðferð sem nú býðst er oft alveg gífurlega
kostnaðarsöm, jafnvel þótt hún sé ekki bein lækning,
heldur lini aðeins þjáningar eða lengi líf Hver á að
þínu mati að taka ákvörðun um það hversu langt má
ganga í meðferð. Eiga lœknarnir að ákveða þetta eða
eiga þeir að fylgja fyrirfram ákveðnum reglum sem
aðrir hafa sett?
Nú erum við komin inn á siðferðilegar spumingar
sem víða hafa kallað fram kraftmikla umræðu.
Spumingar á borð við þær hvort við eigum að framlengja
líf fólks sem er mjög sjúkt og á sér litla framtíð ef það
má orða það svo, stundum háaldrað og hvort þá eigi
að hætta dýrri meðferð. Við höfum verið feimin við að
takast á við siðferðilegar spumingar af þessmn toga og
umræðan er stundum ákaflega lítil miðað við það sem
gengur og gerist. Eg hef ekki og vil ekki hafa nein
"patent" svör við þeim, en vil mjög gjaman opna
þessa umræðu, þótt hún kunni að vera mjög
sársaukafull. Við komumst ekkert framhjá því að
takast á við þessi mál. Mér er kunnugt um það að
læknar komast ekki hjá því að svara þessum
spumingum og hafa í sumum tilfellum á ákaflega
litlu að byggja til að taka sínar ákvarðanir. Þeir hafa
kallað eftir því að fleiri aðilar kæmu þama nærri. Ég
vil gjaman ýta imdir og aðstoða við að færa þessi mál
upp á borðið og að menn geti rætt þau fyrir opnum
tjöldum í heilbrigðiskerfinu út frá siðferðilegum og
læknisfræðilegum forsendum.
Hvert erþitt álit áyfirstjórn spítalanna? Eftil dœmis
stjórnarnefnd Ríkisspítalanna er skoðuð, þá sitja þar
pólitískt valdir menn. Finnst þér þetta eðlilegt? Er
ekki hœtta á að pólitískir stundarhagsmunir og jafnvel
þekkingarleysi hafi áhrifá þær ákvarðanir sem þarna
eru teknar? Mœtti ekki búast við bœttum rekstri ef
stjórnin væri fengin faglœrðu fólki í hendur?
Ég hef aldrei verið feinúnn við það þegar stjómir
em settar á með pólitískri skipan. Ég sé ekki að þeir
aðilar sem valdir eru undir pólitískum formerkjum
séu verri en hinir.
f tilfelli Ríkisspítalanna þá finnst mér það ákaflega
eðlilegt að stofnun með veltu upp á 6-7 milljarða króna
sé stjórnað af óbeinum fulltrúum fólksins. Það má
ekki gleyma því að þetta era umboðsmenn fólksins,
sem embættismenn eins og forstjórar og slíkir era
ekki. Orðið pólitík er notað undir ýmsum fonnerkjum
68
LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.