Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 49

Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 49
aukast í 12 milljónir nýrra sortuæxla á næstu árum eingöngu í Bandaríkjunum. Þar af mimu 200 þúsund deyja af þessum sökum. Gróðurhúsaáhrif. Því er haldið fram að lofthjúpur jarðar sé að hitna. Þetta stafar aðallega af auknum koltvísýringi í andrúmsloftinu ásamt öðrum gastegundum sem berast upp í gufuhvolfið og umlykja jörðina eins og hula. Tahð er að á síðustu 100 árum hafi magn koltvísýrings (C02) í andnimsloftinu aukist um 25%. Aukningin verður líklcga samkvæmt veldisvexti á sama hátt og fólksfjölgunin. Ens og kunnugt er myndast koltvísýringur við niðurbrot lífrænna efna s.s. bruna og við útöndun frá lungum dýra. Plöntur draga að sér koltvísýring og framleiða súrefni. Það virðist því sem plönmr nái ekki að taka við öllum þeim koltvísýringi sem myndast af öðrum lífverum. Frá efnaverksmiðjum og ýmsum lífrænum bruna stíga brennisteins- og köfnunarefnisgufur til himins þar sem efnahvörf eiga sér stað við vatn. Þetta leiðir til þess að sýrustig rigningarvatns, snjókomu og þoku lækkar. Súrt regn af þessu tagi hefur skaðvænleg áhrif á gróður og hefur þegar eytt skóglendi á stórrnn svæðum. Einnig er víðfeðmum svæðum trjágróðurs eytt á degi hverjum til pappírsframleiðslu, í eldi eða vegna akuryrkju. Helmingi regnskóga jarðarinnar hefur þegar verið eytt og með sama áframhaldi bendir allt til að aðeins um einn fimmti þeirra verði eftir árið 2030. Doktor Caldicott hefur líkt trjám og öðrum grænum gróðri við lungu jarðarimiar og fjallað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir að hún endi í andnauð. Hvað er til ráða á alþjóðavettvangi? Hér að framan hefur aðeins verið nefnt lítið brot af þeim áhættuþáttum og vandamálmn sem við blasa á alþjóðavettvangi varðandi heilsuvernd. Eftir heimsstyrjöldina síðari hefur sjálfstæðum ríkjum fjölgað og samvinna þeirra á milli aukist. íslendingar hafa borið höfuðið hátt í þessari alþjóðasamvinnu og vissulega geta þeir haft áhrif á gang heimsmála ef þeir vilja. Þau mál sem hafa verið nefnd hér að framan skipta ísland máli eins og ömiur lönd og því ber okkur að vinna að þeim af öllum þeim krafti sem við getmn. Það gerist ekki nema með því að vekja fólk til umhugsunar og hvetja það til aðgerða. íslendingar eiga einnig auðveldara með að tjá sig um þessi mál en margir aðrir sem eru mjög háðir iðnfyrirtækjum, auðhringum eða hernaðaryfirvöldum. Læknar og margir aðrir í heilbrigðisstétt hafa einnig sýnt að þeir em mjög hæfir aðilar til þess að rökstyðja heilsuvemd af þessu tagi og því mikilvægt að þeir virki krafta sína í því skyni. Sameinuðu þjóðimar og ýmsar stofnanir imiatt þeirra vébanda svo sem WIIO hafa yfirumsjón með alþjóðlegum heilsuverndarverkefnum. Umiið hefur verið að fjölþjóðaheilsuvernd hér á landi á vegum WHO (8,9). Helstu stig heilsuverndar Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að greina og kannast við helstu stig heilsuvemdar. Undanfama áratugi hefur heilsuvemd verið skipt í þrjú mismunandi stig. Þessi skipting þykir afar hentug og er mikið notuð í dag (10). Fyrsta stigs heilsuvernd (primary prevention) miðast við það að koma í veg fyrir sjúkdómsástand. Fræðsla gegn reykingum í grunnskólum er dæmigerð heilsuvemd af þessu tagi þar sem reynt er að beita forvömum til þess að koma í veg fyrir að imglingamir byrji að reykja. Annars stigs heilsuvemd (secondary prevention) er heilsuvemd sem miðar að því að uppgötva sjúkdómaástand á byrjunarstigi eða huliðstíma (latent period). Enstaklingurinn gerir sér ekki alltaf grein fyrir því að sjúkdómsástandið sé til staðar. Sem dæmi má nefna uppgötvun á of háum blóðþrýstingi áður en hann er farinn að valda skaða eða einkennum. Að fá reykingafólk til þess að hætta að reykja áður en það fær bronkítis eða lungnakrabbamein er eimúg heilsuvemd af þessu tagi. Þriðja stigs heilsuvernd (tertiary prevention) er heilsuvemd sem miðar að því að koma í veg fyrir frekari áföll vegna sjúkdóms sem þegar er til staðar. Eftirlit með blóðþrýstingi hjá sjúklingi sem hefur fengið heilablæðingu er heilsuvemd af þriðja stigi og beinist að því að hann fái ekki nýja blæðingu. Edrlit með sjúklmgum sem fengið hafa kransæðastíflu miðast að mestu leyti að því að hindra frekari skaða á hjarta- og æðakerfi og er sömuleiðis þriðja stigs heilsuvemd samkvæmt þessari skilgreiningu. II. HEILSUVERND Á LANDSVÍSU Markhópar. Hægt er að viima að heilsuvemd með ýmsu móti. Ilin hefðbundna aðferð innan læknisfræðinnar er að leita uppi einstaklinga sem hætt LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.