Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 83

Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 83
sjúkraskrár spítalanna þriggja í Reykjavík og leitað að þeim sem meðhöndlaðir höfðu verið við þessu. Síðan var gerð fjölþáttagreining m.t.t. ýmissa líkamseinkenna og blóðmælinga. Niðurstöður: 178 voru með staðfesta sjúkdómsgreiningu á claudicatio intermittens og 57 voru með claudicatio intermittens obs. og heildarhópurinn því 235. Algengi og nýgengi aukast mcð hækkandi aldri, en lækka þegar nær dregur í tíma. Þegar eingöngu voru skoðaðir þeir sem voru með staðfesta greiningu skv. læknismati, þá fékkst marktæk fylgni við aldur (p<0,001), reykingar og púlsþrýsting (p<0,001), en við blóðþrýsting í slagbili (p<0,001) og hlébili (p<0,001) ef púlsþrýstingi var sleppt. Dánarlíkur þeirra sem voru með claudicatio int. var rúmlega tvöföld fyrir allar dánarorsakir (p<0,001) og hjartasjúkdóma (p<0,001), en rúmlega fjórföld fyrir heilablóðfall (p<0,001). Hjá sjúkrahússhópnum voru dánarlíkur aftur á móti rúmlega tvöfalt lægri fyrir allar dánarorsakir (p=0,004). Þegar ltkamseinkenni kransæðasjúkdóma og claudicatio int. voru borin saman, kom í ljós að vægi reykinga, aldurs (p=0,001) og púlsþrýstings (p=0,001) var meira í claudicatio int. Vægi 90 mt'n. sykurþols var aftur á móti meira í kransæðasjúkdómum (p=0,021). Alyktun: Niðurstöðumar styðja það sem áður hefur komið fram, að reykingar og aldur hafa meira vægi í claudicatio int. en í kransæðasjúkdómum. Þeir sem era með claudicatio int. eru í aukinni hættu að deyja úr kransæðasjúkdómum og heilablóðfalli, sem sýnir að æðakölkun í slagæðum ganglima er tengd æðakölkun víðar í likamanum. Það að 38% þeirra sem eru með claudicatio int. eru líka með kransæðasjúkdóma, en einungis 6,8% kransæðasjúklinga með claudicatio int., bendir til þcss að æðakölkunin sé svæsnari hjá sjúklingunum með claudicatio int. Sú staðreynd að claudicatio int. kemur frekar fyrir í eldri aldurshópum styður það ltka. Þó má ekki útiloka þann möguleika að slagæðar ganglima séu viðkvæmari fyrir reykingum en t.d. kransæðarnar. Lækkun á algengi og nýgengi má e.t.v. rekja til breyttra lrfshátta. Athygli vekur að dánarlíkur sjúkrahússhópsins er mun lægri en hjá öðrum, en það má skýra þannig, að þeir fái betri læknismeðferð. NA/CA SKIPTI í HJARTAFRUMUM ívar Þór Jónsson'. Hafliði J. Ásgrtmsson2, Magnús Jóhannsson2 ‘LHÍ, 2RHÍ í lyfjafrœði Inngangur: Talið er að hjartafrumur hafi aðallega tvær leiðir til þess að minnka styrk Ca2* í frymi sínu við slökun. Hluta er pumpað inn t frymisnet , og nýtist aftur við næsta samdrátt, en afgangurinn fer út úr frumunni, að mestu í skiptum fyrir Na+. Verkefni þetta gekk út á það að hafa áhrif á þessi Na/Ca jónaskipti með þvr að breyta styrk Na*ú og Ca2*ú og breyta þannig jafnvægisspennu Na/Ca skiptanna. Efhiviðnr og aðferðir: Teknir voru litlir vöðvar úr gáttum og sleglum marsvína (naggrís). Vöðvarnir voru hengdir á kraftskynjara í líffærabaði og kraftur samdrátta mældur. Vöðvunum voru gefin aukaslög með reglulegu millibili inn í hrinur reglulegra slaga. Ut frá kraftbreytingum eftir slík aukaslög voru ýmsar kraft- og hraðastærðir ákvarðaðar. Helstu niðnrstöðnr: Þegar Na' ú var lækkað jókst kraftur við staðalaðstæður í gátt en hækkaði lítið í slegli. Endurheimt krafts (mechanical restitution) breyttist lítið í gátt en fram kom hægur fasi í slegli. Endurnýtingarhlutfall fyrir Ca2, (recirculation fraction) breyttist lítið í gátt en væg hækkun varð í slegli. Þegar Ca2*ú var lækkað minnkaði kraftur við staðalaðstæður bæði í gátt og slegli. Endurheimt krafts breyttist lítið í slegli en í gátt LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg. hvarf hraði fasinn. Endumýtingarhlutfall fyrir Ca2* lækkaði talsvert í gátt en lítið í slegli. Umneða: Samkvæmt kenningum um Na/Ca skipti ætti lækkað Na*ú að minnka flutning Ca2* út úr frumunum. Það styður kenning- arnar að hægur fasi kemur fram í sleglinum og að endumýting Ca2* jóna hækkar. A móti hefði mátt búast við meiri krafthækkun í sleglinum og endurnýting Ca2* jóna hefði átt að aukast meira í gáttinni. Lækkað Ca2*ú ætti að auka Na/Ca skipti. Minnkaður kraftur og lækkun endumýtingar Ca2* jóna í gátt styður kenning- amar. Fremur hefði mátt búast við því að hægi fasi endurheimtar krafts myndi hverfa en sá hraði í gáttinni. Einnig hefði mátt búast við meiri lækkun endumýtingar Ca2* jóna í slegli. Það er því ljóst að flestar þessara niðurstaðna passa við þær kenningar sem settar hafa verið fram um Na/Ca skipti í hjartafrumum, en frekari rannsókna er þörf til að öðlast fyllri skilning á þeim. DIABETES MELLITUS TYPE I AND RETINOPATHY Jóhann R. Guðmundsson'. Einar Slefánsson2 ‘LHÍ, 2Augnlœkningadeild Lkt The prevalence of diabetic retinopathy in children was investigated in two study populations. Group 1 included all diabetics in Iceland who were less than 15 years old at the time of the study. 37 of the 46 subjects have been examined and none of them had any sign of retinopathy. Group 2 consists of 44 diabetics who had undergone eye examination at the age 12-14,99 years old in the years 1980-1993 One of them had background retinopathy. Diabetic retinopathy is rare in childrcn in Iceland and is not found below age 14 in our population. Regular eye examination of pre-teen diabetics is hardly neccssaiy. FYLGIKVILLAR EFTIR BRJÓSTAMJNNKANIR Jóhannes Arnason1. Arni Björnsson2 'LHI, 2Lýtalækningadeúd Lsp Inngangur: Gróft má skipta fylgikvillum eftir brjóstaminnkanir í tvennt, annarsvegar snemmkomnir sem koma þá í kjölfar aðgerðarinnar og hinsvegar síðkomna sem eru útlits og starfsemisgallar brjóstanna. Þessi rannsókn snerist um þá snemmkomnu. Ymsum aðferðum var beitt við brjóstaminnkanimar, oftast sú sem kennd er við Strömbeck, en ávallt þannig að geirvartan var flutt á stilkuðum Hipa. Spumingar sem lagt var út frá vora hverjir eru fylgikvillarnir og hver er tíðni þeirra, einnig hvort tíðnin eykst þegar taka þarf meira magn brjóstvefs. Að lokum var athugað hvort meiri hætta væri á fylgikvillum hjá þeim sem eldri eru. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er aftursýn og fengin var útprentun á lista yfir sjúklinga sem fengið höfðu greiningamúmer 611.1 ICD (Hyperplasia mammae) á tímabilinu 1987-91(5 ár) á LSP. Gynecomastia hjá körlum var undir sama númeri, hjá 3 konum varð ekki af aðgerð og 8 sjúkraskrár fundust ekki og var þessi hópur settur út úr rannsókninni. Hópurinn varð því að lokum 143 konur á aldrinum 15 til 69 ára og var meðalaldur 34,8 ár (+/-13,4 SD), upplýsingarnar voru fengnar úr sjúkraskrám þeirra. Sjúklingum var skipt upp í sex hópa eftir því hve mikið magn var tekið, sá fyrsti 0-499gr, annar 500-999gr osfrv. síðan var ákveðið að skipta upp í tvo hópa 0-999gr og 1000-3500gr og athuga hvort marktækur munur væri á fylgikvillum í hópunum. Einnig var skipt í tvo aldurshópa 0-39 ára og 40-70 ára við athugun á hvort fylgikvillar séu algengari hjá þeim sem eldri era. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.